Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 241
SLAvOJ ŽIŽEK
212
fengnu athöfnum. Ekki eru öll kurl komin til grafar því ef það sem hinir
látnu halda leyndu fyrir sögumanni er áráttukennd náttúra ruddafenginnar
ánægju þeirra og ef fantasían sem hér um ræðir er trúarleg, þá þarf að draga
eina ályktun til viðbótar. Hún er sú að hinir ódauðu eru undir áráttukenndum
álögum sem illur Guð hefur hneppt þá í. Þar er mestu lygi Dostojevskís að
finna. Hann setur fram óhugnanlega fantasíu um guðlausan alheim en í raun
er fantasían gnostísk og fjallar á áhrifaríkan hátt um illan, ruddalegan Guð.
Almennari lærdóm má draga af dæminu, nefnilega þann að þegar trúaðir
höfundar fordæma guðleysi draga þeir oft upp mynd af „guðlausum alheimi“
sem er í raun frávarp á bældri skuggahlið trúarinnar sjálfrar.
Ég hef hér að ofan stuðst við hugtakið „gnostisismi“ í nákvæmri merk-
ingu, það er höfnun á því lykilatriði í gyðing-kristilegum heimi að sann-
leikann sé að finna í hinu ytra. Yfirgnæfandi rök eru fyrir nánum tengslum
gyðingdóms og sálgreiningar og í báðum tilfellum er skelfilegur (tráma-
tískur) samfundur í brennidepli; að mæta hyldýpi Hins sem þráir, að mæta
ógnvekjandi ásýnd Hins sem í órafjarlægð væntir einhvers af okkur en lætur
ekki uppi hvað þetta eitthvað er. Með óræðu kalli sínu skapar Guð Gyðinga
upplausn í daglegt líf þeirra, barnið tekst á við ráðgátuna um ánægju Hins
(hér foreldranna). Gyðing-kristileg hugmynd um sannleika er algjörlega
andstæð heiðnum og gnostískum hugmyndum (gyðing-kristileg sannleiks-
hugmynd byggir á ytri, skelfilegum samfundi við guðdómlegt kall Drottins
til Gyðingaþjóðarinnar, við kall Drottins til Abrahams, við óútskýranlega
náð – en ekkert af þessu er í neinu samræmi við áskapaða eiginleika okkar,
ekki einu sinni meðfætt siðferði okkar). Í bæði heiðni og gnostisisma (sem
færir Gyðing-kristilegt viðhorf aftur til baka í heiðni) er leið sannleikans
hins vegar innra ferðalag sem leiðir til andlegrar sjálfshreinsunar; snúið er
aftur til hins sanna innra sjálfs og sjálfið er „enduruppgötvað“. Kierkegaard
hafði á réttu að standa þegar hann benti á að megin andstæður í andlegum
veruleika hins vestræna heims væru Sókrates og Kristur; innra ferðalag
endurminningar gegn endurfæðingu í kjölfar áfalls vegna samfundar í hinu
ytra. Á gyðing-kristilegum vettvangi er Guð sjálfur aðalhrellirinn sem með
harkalegu áreiti sínu skapar glundroða í samhljómi lífdaga okkar.
Enn þann dag í dag eru ummerki gnostisisma auðsjáanleg í hugmynda-
fræði sýndarrýmis. Sýndarsjálfið sem rennur frá einni tilviljanakenndri og
tímabundinni holdtekju til annarrar með því að breyta sér í sýndareiningu
er draumur um sjálf sem losnar úr viðjum líkama sem náttúran áskapaði því.
Sá draumur er aftur tækni- og vísindaleg uppfylling gnostíska draumsins
um sjálfið sem losnar undan hrörnun og lífleysi efnisveruleikans. Engan