Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 244
„GUð ER DAUðUR EN HANN vEIT ÞAð EKKI“
215
körlum heldur fyrst og síðast fyrir sjálfum sér. Hjá karlrembunni sem þykist
vera femínisti er vandamálið ekki að þær geti ekki varið sig heldur fari þær
að njóta þess að vera áreittar kynferðislega – að karllæg ágengni hrindi af
stað sjálfseyðileggjandi ferli sem vindi upp á sig í óhóflegri kynferðislegri
ánægju. Í stuttu máli ætti að gaumgæfa hvers konar hugmynd um sjálfsveru-
leika felst óbeint í þessari þráhyggju sem beinist að mismunandi tegundum
áreitis, nefnilega hin narsissíska sjálfsvera. Og henni stafar sífelld ógn af öllu
því sem aðrir gera (ávarpar mig, horfir á mig…) og því er Helvíti annað fólk
eins og Sartre komst að orði fyrir margt löngu – L´enfer, c´est les autres. Um
konur sem viðföng er skapa truflun og óróa þá er það svo að því huldari sem
kona er þeim mun frekar beinum við (karl)sjónum okkar að henni og því
sem leynist undir blæjunni. Talibanar létu sér ekki nægja að neyða konur til
að hylja sig frá toppi til táar á almannafæri. Þeir bönnuðu þeim einnig að
vera í skóm með mjög hörðum hælum (úr málmi eða tré) og skipuðu þeim
að ganga svo hljóðlega að ekki smylli um of í skónum því það gæti raskað
innri ró karlanna, einbeitingu þeirra og trúarhollustu. Þannig lítur einmitt
þversögnin um umfram-ánægju út í sinni tærustu mynd: Ef rétt aðeins örlar
á minnstu ummerkjum af huldu viðfangi verður truflunin sem af því hlýst
þeim mun áhrifaríkari því huldara sem viðfangið er.
Þetta á einnig við um bönn við reykingum sem verða æ útbreiddari. Fyrst
komu yfirlýsingar um „reyklausar“ skrifstofur, svo flug, svo veitingastaði, svo
flugvelli, svo bari, svo einkaklúbba, svo var bannað að reykja innan ákveð-
innar fjarlægðar frá aðalinngöngum háskóla. Hjá bandarísku póstþjónust-
unni voru loks sígarettur máðar út af frímerkjum sem báru andlitsmyndir af
blúsgítarleikaranum Robert Johnson sem og af Jackson Pollock. Það verður
að teljast alveg einstakt afrek í uppeldislegri ritskoðun og minnir um margt
á þann stalínska sið að lagfæra ljósmyndir af nomenklatúrunni (valdaklíku
flokksins). Bönnunum er beint gegn óhóflegri og áhættusamri ánægju ann-
ars, ánægju sem tekur á sig mynd þegar einhver kveikir sér ábyrgðarlaust í
sígarettu og nýtur þess útí ystu æsar að taka djúpt ofan í sig (alveg andstætt
uppunum frá Clinton-árunum sem púa sígarettur án þess að draga reykinn
niður í lungun, njóta ásta án þess að eiginlegt samræði eigi sér stað og borða
fitusnautt fæði) – einmitt eins og Lacan sagði, það má ekkert lengur síðan Guð
dó.
Meðal fastra umræðuefna í menningarrýni nú er að á tímum eftirláts-
semi og frjálsræðis skorti börn skýr mörk eða bönn. Skorturinn vekur með
þeim gremju svo að þau hendast öfganna á milli. Einungis skýr mörk sem
eitthvert táknrænt yfirvald setur getur tryggt stöðugleika og fullnægju – full-