Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 247
ANN BElFORD UlANOv
218
ins gerir meðvitund okkar gagnsærri gagnvart nærveru og ætlan dulvitund-
arinnar. Þar að auki getur hugmyndin um gagnsæi hjálpað okkur að skilja
bæði óttann við líf dulvitundarinnar hjá þorra fólks svo og tortryggni og
óbilgirni kristins fólks gagnvart henni. Þegar þessi ótti er skoðaður kemur
í ljós að hann byggist á kvíða gagnvart sálarlífinu. Í reynd óttumst við það
stórbrotna líf sem býr innra með okkur, kviku sem kallar okkur til að lifa öllu
því lífi sem í okkur býr, m.ö.o. að lifa öllu því sem við erum í raun og sanni.
Frá sálarlífinu streymir eitthvað óumræðanlega lifandi og hvort sem við
trúum því eða ekki þá býr þessi veruleiki í okkur sjálfum. Ef við erum opin
fyrir þessu þá uppgötvum við að í sálarlífinu leynist annað líf, nærvera sem
er svo sterk að ef við horfumst í augu við hana þá hljótum við að skelfast og
verða hrædd um að tortímast. En þrátt fyrir þennan ótta þá hljótum við líka
að verða að falla í fang þess lifandi Guðs sem við mætum í sál okkar og setur
fram svo afdráttarlausa kröfu að í samanburði við hana hljóta allar aðrar að
blikna. Að lifa sálarlífinu er að horfast í augu við kjarna verunnar – Guð.
Skoðum nú nánar þennan ótta við sálarlífið sem trúarbrögð, þjónar
þeirra og fylgjendur þekkja vel, sem er sérstakt viðfangsefni hins nýja sviðs
geðlæknis- og trúarbragða. við skulum beina athygli að þeim tilfinningum
sem óttinn við sálarlífið vekur bæði sjálfum okkur og öðrum: Óvissu, geðs-
hræringu, reiði og öfund.
Öfund er sérstaklega erfið tilfinning. Þegar við öfundum, skynjum við að
sá sem við öfundum hefur eitthvað sem við höfum ekki. Og það er sárt að fá
ekki það sem við þráum, einkum þegar við höfum það sífellt fyrir augunum.
Það er ekki óalgengt að við bregðumst við þessum sársauka með því að reyna
að eyða því sem við með svo örvæntingarfullum hætti viljum fá. Öfundin
veitir okkur sjúkleg þægindi. Í stað þess að viðurkenna sársaukann sem það
sem öfundast er út í veldur okkur, ímyndum við okkur að með því að eyði-
leggja hið góða sem við þráum, þannig að enginn hafi það, þá losnum við
undan valdi þess. En líkt og systur hennar – örvænting, óvissa og reiði – er
öfundin fölsk og trúlaus tilfinning. Mistök okkar eru að ímynda okkur að við
getum ekki þroskað hina þráðu eigind með okkur sjálfum. Okkur skortir trú
á sköpunarmátt löngunarinnar til að framkalla með einum eða öðrum hætti
það sem við þráum. Þessi skortur veldur skelfilegu hugarangri og reiði og
gerir lítið úr verufræðilegum möguleika óskar okkar sem gæti í reynd leitt
til þess að hún rættist – eða eins og Simone Weil orðaði það: „Þráin ein nær
til Guðs […] hann getur ekki skirrst við að koma til þeirra sem biðja statt
og stöðugt til hans.“2 Þannig byggist öfund á misskilningi á eðli þess sem
2 Simone Weil, Waiting for God, New York: Capricorn, 1959, bls. 11.