Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 248
ÓTTI KRISTINNA vIð SÁlARlÍFIð
219
öfundast er út í og brenglar raunveruleikann fyrir okkur, bæði þann sem við
þráum og sýn okkar á okkur sjálf.
Þetta á ekki síst við um öfund gagnvart þeim sem reyna að ástunda sálarlíf
sitt, hvort sem er með því að gangast undir sálgreiningu, leggja stund á sálar-
aflfræðilega geðsjúkdómafræði eða guðfræði andans. Þeim sem fylgjast með
þessari erfiðu ástundun úr fjarlægð hættir til að mistúlka hana og ímynda
sér að hún leiði af sér aukna vitund, að sjálfstjórnin batni og að viðkomandi
öðlist aukið vald yfir öðrum. Að halda að annar hafi öðlast sjálfsþekkingu
getur leitt til þess að við dæmum viðkomandi hrokafullan í krafti þess nýja
afls sem við höfum eignað honum, ekki hann sjálfur. Slíkt fólk er iðulega
álitið fáskiptið vegna þess að það virðist fjarlægt en í reynd er þessi fjarlægð
nokkuð sem við sköpum, ekki það.
Tilgangur sállækninga er líka misskilinn ef litið er svo á að þeim sé ætlað
að breyta atferli fólks eða skapa nýja hugsjón fyrir mannkyn. Sállækning
miðar ekki að slíku jafnvel þó að hún geti útvíkkað vitundarlíf og opnað augu
einstaklingsins fyrir því hversu takmarkaðar sannfæringar hans geta í reynd
verið. Að setja sér ný markmið, sérstaklega á sviði vitundarlífsins, eykur á
ógnir sálarlífsins, opnar hæglega fyrir nýjar sjálfsásakanir og getur leitt til
fordóma gagnvart öðrum. við förum að sjá okkur sjálf og aðra í ljósi mark-
miða okkar og finnum sárlega fyrir því þegar þau standast ekki. Slíkt leiðir til
örvæntingar og það sem er jafnvel enn verra, til falskrar sektarkenndar sem
er til engra hluta nýt. Slík sektarkennd leiðir ekki til iðrunar eða umskipta
í hjartalagi heldur eykur á harðúð hjartans. Hjartað víggirðist og líkt og hjá
Faraóum Ritningarinnar herðir Guð hjartað, svo herðist það í brjósti okkar
og að síðustu ákveðum við að herða það enn frekar.3 Það sem hófst sem lítill
annmarki á vitundarlífinu er farið að lifa sjálfstæðu lífi í huga okkar. Kier-
kegaard lýsti þessu ástandi sem einskonar „haltu kjafti“ gagnvart góðu lífi,
einhverju sem felur í sér djúpstæðan ótta við það.4 R. D. laing fékk þessa
hugmynd Kierkegaards að láni í greiningu sinni á því ástandi þar sem sjálfs-
vitundin verður svo ýkt að það leiðir til geðklofnings þar sem hluti vitundar
starir stöðugt á sjálfið líkt og hún væri eftirlitsaðili yfir lífi okkar. Þráin eftir
meiri meðvitund er orðin að „dauðageisla“ sem beinist að sjálfinu. laing
lýsir þessum áhrifum: „Duldin starir á sjálfið og drepur alla sköpun, frum-
kvæði og alla ánægju.“5
3 Sjá 2. Mósebók 7 og 8.
4 Sjá Sören Kierkegaard, The Concept of Dread, Princeton: Princeton University
Press, 1957, bls. 110.
5 Sjá R. D. laing, The Divided Self, Baltimore: Penguin, 1965, bls. 74, 112–113.