Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 249
ANN BElFORD UlANOv
220
Sá sem reynir þetta óttast í reynd sálarlífið og nægtabrunna þess – myrk-
ur og birtu, vitund og dulvitund – en Kierkegaard sagði einmitt að mestu
örvæntinguna, þá djöfullegustu, væri að finna þegar vitundin víkkar út í hið
óendanlega. Þeir pólar mannshugans sem Kierkegaard áleit vera í grunneðli
persónuleikans klofna hver frá öðrum: vitund er úr tengslum við dulvitund,
andi úr tengslum við hold, sál úr tengslum við líkama. Aftur á móti hrjáir
falskt gagnsæi allt sem kalla mætti einskonar djöful í okkur, djöful sem apar
eftir því góða, þar af leiðandi inniber fölskvalaust gagnsæi alltaf þverstæðu
mannlegrar reynslu, og hvort er gagnsætt í öðru. „Örvænting djöfulsins er
mesta örvæntingin því að djöfullinn er fullkomlega andlegur veruleiki og
því alger meðvitund og algert gegnsæi; í djöflinum er engin óræðni sem gæti
þjónað sem sefandi afsökun – örvænting hans er þess vegna alger ögrun.“6
Ímynd gagnsæis
Ég álít tilgang sállækninga vera gagnsæi. Markmið þeirra er ekki að útvíkka
vitundina eða að ná fram mælanlegri breytingu á atferli. Tilgangur sállækn-
inga er gagnsæi og hárnákvæm og alger endurstaðsetning meðvitundar í
sálarlífinu. Í sálgreiningu missir vitundin gildi sitt sem afgerandi miðja innri
atburða og sambandið við hina sínálægu dulvitund kemur fram. Þannig er
tilgangur sállækninga ekki að drottna yfir dulvitundinni heldur að komast í
samband við hana. Dýpt og mikilvægi þessa er í réttu hlutfalli við gagnsæi
dulvitundar í vitundinni. vitundin verður skýrari og gagnsærri. Hún verður
gagnsæ og laus undan geðhrifum og uppgerð. Uppstreymið í gegnum hana
verður frjálst og fer að geta komið upprunalegri nærveru dulvitundarinnar
til skila. ljós og myrkur hugans taka á sig nýjar myndir, aðlögunarhæfni ein-
staklingsins eykst og hann verður hæfari til að takast á við breytingar. Nú fer
dulvitundin jafnvel að varpa enn betra ljósi á vandamál okkar og áhyggjuefni
heldur en vitundin sem í samanburði virðist nú þjakandi og dökk. Stundum
má beita innsæi vitundar á myrka þráhyggju dulvitundar með slíkum krafti
að okkur finnst að orðið hafi dálítil Sköpun: ljós greinist frá myrkri og dul-
vitundin í goðumlíku hlutverki sínu gefur vitundinni með gagnsæi sínu eitt-
hvað sem er „harla gott“.
Klínískur kraftur freudískra fræða fólst m.a. í að sýna fram á að bernsku-
reynslan býr með einstaklingnum á fullorðinsárum. Freud áleit að dulvit-
undin ætti sér rætur í bernskunni og að hún fylgdi okkur frá vöggu til graf-
ar. við verðum að finna leið til að lifa með ætlun dulvitundarinnar án þess
6 Kierkegaard, The Concept of Dread, bls. 175.