Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 251
ANN BElFORD UlANOv
222
(s.s. reiði, þrá, ótti, örvænting eða lotning) er þó ekki jafn skelfileg og stór-
brotinn skipandi lífsþróttur sálardjúpanna sem getur risið upp hvenær sem
er og gert sig líklegan til að taka af okkur öll ráð.
Dýrmætustu og mikilvægustu reynsluna af sálarlífi okkar, sálarlífi ann-
arra, og af lífi Andans fáum við þegar vitund og dulvitund blandast. Þá virð-
ist myrkur dulvitundar gera ljós vitundarinnar að engu. Á slíku augnabliki
erum við kölluð út úr sjálfinu til að samsamast öðrum takti eða mynstri í til-
verunni. við mætum öðrum tilgangi, gildum og markmiðum. Á slíkri stund
er auðvelt að renna af hólmi í ótta við þá afgerandi og jafnvel miskunnar-
lausu handanveru (e. trancendence) sem virðist draga okkur til sín. viðbragð
okkar við þessum ótta ákvarðar þanþol sálarlífsins – lífsins sjálfs – í okkur.
Takmarkandi varnarviðbrögð leiða til andlegs dauða. Ótti sem verður að
lotningu leiðir til lífs í gnægð.
Kristnin er rík af tjáningu ómeðvitaðra ímynda og hvatalífs: Í Ritning-
unni, í fjölbreyttum túlkunum kirkjufeðra á fagnaðarerindinu, í ævisögum
dulhyggjumanna og -kvenna, í ályktunum kirkjuþinga og vangaveltum
guðfræðinga um eðli andlegs lífs. Kristið fólk hefur alltof oft mætt þessari
heillandi innsýn í líf sálrænna ímynda og hvata með nokkru sem er jafnvel
verra en ótti, þ.e. niðurdrepandi fálæti vegna þess að það er ekki í tengslum
við dulvitundina. Þetta fólk ber trúargleði engin merki, heldur birtist trú
þess sem tilfinningalega lífvana og torkennilegt fyrirbæri. Það sættir sig við
trúna sem takmarkaða vitsmuna- og félagskenningu en sér hana ekki sem
það líf í fullri gnægð sem kristnin gefur fyrirheit um.
Ímyndir og hvatir dulhyggjumanna og -kvenna, kirkjufeðra, fjölda per-
sóna í Ritningunni og í kristinni hefð, eru alger ögrun við allar einfaldar
og einsleitar túlkanir á mannlegri reynslu. Kristin hefð færir okkur hvorki
niðursoðna mynd af mannlegu lífi, né einföldun eða siðferðilega vandlæt-
ingu á því. Hún vitnar aftur á móti um andrými þverstæðna og sýnir hversu
þverstæðukennd skynjun okkar á tilverunni þarf í reynd að vera til að reynast
haldgóð. Með hjálp þessa fáum við skilið að dulvitundin lifir í okkur og í
hefðinni – hún lætur ekki stjórna sér og lætur ekki skynsemi okkar takmarka
sig. Að lifa í snertingu við dulvitundina leiðir okkur inn á nýjar reynslu-
lendur sem hvorki takmarkast við einkatilveru okkar né sameiginlega tilveru
alls fólks, heldur til einhvers sem er mitt á milli þessara heima. Þverstæðan
er sú að þessi staður er í senn óumræðilega persónulegur, sá staður þar sem
sérstök sjálfsmynd hvers og eins fæst best skilgreind og líka sá staður sem
er óumræðilega sammannlegur – staður þar sem við erum í náinni snert-
ingu við aðra og í nánum tengslum við það spennandi svið tilverunnar sem