Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 252
ÓTTI KRISTINNA vIð SÁlARlÍFIð
223
barnið þekkir hvað best þegar það gleymir sér í leik. Staður sem fullorðið
fólk þekkir hvað best í fullnægjandi reynslu af kynlífi, listum og andlegu lífi.9
Á þessum stað erum við raunverulega lifandi, full af tilfinningu fyrir tilgangi
og mikilvægi þess að vera til. Án viðkomu á þessum stað erum við – með
orðalagi trúarbragða – dauðar sálir. Þetta er líka staður sem djúpsálarfræðin
þekkir, hefur skoðað og sýnt fram á með klínískum gögnum.
Gagnsemi gagnsæis
Djúpsálarfræðin ætlar sér ekki þá dul að færa okkur það mikilvægasta í mann-
legri reynslu: að upplifa það að lifa lífinu lifandi í nánum tengslum við annað
fólk og í snertingu við guðlega merkingu. Djúpsálarfræðin lýsir því hins-
vegar hvernig öðlast má líf þar sem dulvitund verður gagnsæ í vitundinni.
Þetta takmark má nálgast með því að þroska alla þætti persónuleikans, óháð
þroskakostakerfi eða aðferð. Markmiðið er að færa saman þessar tvær víddir
í veru okkar svo þær verði gagnsæjar og sjái hvor í gegn um aðra. Freud
áleit að aðeins sterkt sjálf gæti þolað samskiptin við dulvitundina og aðeins
vel þroskað sjálf gæti undirgengist meðferð þar sem frjálsum hugrenninga-
tengslum er beitt til að draga fram ómeðvitað efni og afsamsama það sjálfinu.
Þetta afsamsömunarferli er ekki ólíkt því sem gerist hjá þeim sem ástundar
trúarlíf, gerir andlegar æfingar og lærir að skoða þær ímyndir sem afvega-
leiða athyglina í bæn og íhugun (í stað þess að verða heltekinn eða gagn-
tekinn af þeim). Ernst Kris áleit að til að beita endurhvarfi (e. regression, þ.e.
ferð sjálfsins til frumstæðari stiga vitundarlífsins) í lækningu þá yrði sjálfið
að vera nægjanlega sveigjanlegt til að ferðast frá sálarnútíð til sálarfortíðar
og til baka.10 Paul Ricoeur benti á að fornminjar sálarlífs og markmið tákn-
mynda krefjist þess að við (og ég bæti við, ef við höfum til þess ímyndunar-
afl) séum samtímis meðvituð um frumstæðan uppruna trúarímynda okkar
(t.d. bernska óskhyggju og frumstæðar þarfir sem við vörpum út á hið guð-
lega) og vísbendingar sem felast í þessum táknum um markmið ævinnar sem
framundan er.11 Trúartákn vísa bæði til fortíðar og framtíðar. Þau eru bæði
ótímabundin og afurð þess tíma sem þau verða til á. Þau benda til lífs sem á
eftir að raungera og sambands við Guð sem enn á eftir að reyna í meðvitund.
9 Sjá D. W. Winnicott, Playing and Reality, london: Tavistock, 1971, kafla 4 og 8.
10 Sjá Ernest Kris, Psychoanalytic Explorations in Art, New York: International Uni-
versities Press, 1952. Sjá einnig Michael Balint, The Basic Fault: Therapeutic As-
pects of Regression, london: Tavistock, 1968, kafla 14 og 22.
11 Sjá Paul Ricoeur, Freud and Philosophy: An Essay on Interpretation, New Haven:
Yale University Press, 1970, bls. 540–543.