Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 253
ANN BElFORD UlANOv
224
Sá sem leitast við að vera í senn meðvitaður um möguleika og takmarkanir
tákna finnst hann togast í andstæðar áttir; það krefst í reynd krossfestingar
trúarlegrar meðvitundar. Og auðvitað efumst við í þessu ferli. við förum að
sjá í gegnum okkur sjálf, líta inn á við og skiljum að barnalegustu óskir okkar
eru gegnsýrðar hæstu þrám andans. við uppgötvum að ljós hins hæsta lýsir í
gegnum grófan og hráan uppruna okkar. Og þetta er ekki aðeins sálfræðileg
innsýn í trúarreynsluna – þetta er trúarreynslan sjálf.
Gagnsæi af þessu tagi er ekki auðfengið og kemur ekki af sjálfu sér – þetta
er mikilvægt – því gagnsæið felur í sér eins mikla útvíkkun vitundarinnar og
hugsanlegt er. Þegar við förum að skilja líf dulvitundarinnar vex vitundin án
þess að frumstæðir kraftar dulvitundarinnar sópi henni burt. Ný vídd fær
skinið í gegnum sýn dulvitundarinnar sem nú birtist vitundinni. við hreyf-
umst frá einu gagnsæi til annars, fyrst frá vitund til dulvitundar og síðan frá
vitund um mannlega þætti sálarlífsins til þeirrar guðlegu. Þetta þýðir ekki
að reynslan af dulvitund jafngildi reynslu af hinu guðlega. Hér er fyrst og
fremst átt við að oft er leiðin (hvort sem er í gegnum endurhvarf eða fram-
sækni) í átt til gegnsæis hins guðlega í mannlegu lífi fólgin í að sökkva sér í
djúp mannlegs anda og upplifa ómælisdjúp hans. Það sem Carl Jung nefndi
einstökun (e. individuation) er þessu líkt. Einstökun er ferli sem spannar allt
lífið og felur í sér viðleitni vitundar og dulvitundar til að ná til þess staðar
þar sem viðkomandi lifir sub specie aeternitatis þar sem hið hversdagslegasta í
daglegu lífi er gegnsýrt af guðlegri merkingu og nærveru.12
Dýrlingar vita að ástundun og þroski eru nauðsynleg forsenda þess að
öðlast nægan styrk til að þola beina upplifun af verunni sjálfri. Í þessu felst
styrkur táknsagna af mönnum eins og Gregoríanusi mikla þar sem gagnsæi
þess guðlega í því mannlega er líkt við „ljósglufu“ þar sem Guð sést „naum-
lega“, vegna „þess myrkurs sem er veikleiki okkar“. Þetta er líking sem
byggir á skilgreiningu Ágústínusar kirkjuföður á Drottni sem Ljósinu sjálfu
sem sálin sér ekki vegna þess að hún „skelfur í vanmætti og fær ekki séð.“13
Kjarni málsins er þessi: Ástundun og alúð eru nauðsynlegar forsendur
þess að öðlast gagnsæi verunnar, og sálarlífið er allrar skoðunar virði vegna
þess að ríkidæmi lífsins er okkur öllum rétt innan seilingar ef við aðeins
12 [latneska orðasambandið sub specie aeternitatis merkir „það sem tilheyrir eilífð-
inni“ og hefur allt frá því að hollenski heimspekingurinn Baruch Spinoza notaði það
í verkum sínum verið notað sem heiðursorðatiltæki yfir það sem er algilt og eilíflega
satt og án skírskotunar til þess tímanlega – Þýð.]
13 Cuthbert Butler, Western Mysticism, New York: Harper Torchbooks, 1966, bls. 54,
67, 78.