Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 254
ÓTTI KRISTINNA vIð SÁlARlÍFIð
225
gefum því gaum. Dulvitundin er ekki einkaeign fárra eða sérhóps og engin
ein aðferð trúarbragða eða djúpsálarfræða er hin eina sanna né heldur besta
leiðin til að upplifa hana. Dulvitundin býr í öllum og hver og einn verður
að finna sína persónulega leið til að nálgast hana. Að fordæma reynsluheim
þeirra sem hafa lært að umgangast líf andans er aðferð okkar til að komast hjá
því að öðlast slíka reynslu sjálf. Að taka áskorun dulvitundarinnar er tækifæri
okkar til að læra og reyna, á okkar eigin hátt þegar við erum tilbúin til þess.
Ótti og félagslegt réttlæti
Kristnu fólki með sterka félagslega réttlætiskennd hefur löngum fundist
andlegt líf framandi. Því finnst athyglin á innra líf beina sjónum frá aðkall-
andi félagslegum, stjórnmálalegum og menningarlegum vandamálum. Það
lítur á djúpsálarfræði, hjónaband geðlæknisfræði og guðfræði og sállækn-
ingar sem óþarfa lúxus fremur en grundvallandi sannindi fyrir kristið líf og
þá ábyrgð sem því fylgir. Því finnst þessi ástundun til marks um einstaklings-
hyggju, sjúkdóm sem valdi félagslegu óréttlæti og stjórnarfarslegri óreiðu og
að réttlætinu sé fórnað á altari „persónulegs þroska“ og þráin eftir félagslegu
réttlæti hafi slokknað.
Þessi gagnrýni er á röngum rökum reist og grundvallast á misskilningi
á eðli sálarlífsins. Misskilningurinn felst í að sjá persónulegt líf og líf í sam-
félagi sem andstæður – eða sem verra er, sem ógn hvort við annað. Mis-
skilningurinn felst í að líta svo á að sambandið milli þessa sé aðeins mögulegt
í ákveðinni röð, fyrst eitt, síðan hitt, eða öfugt. Kristið fólk hefur gjarna lesið
verk dulhyggjumanna og –kvenna í þessu ljósi og skilið greinarmun þeirra
í „virku lífi“ í samfélagi og „óvirku lífi“ íhugunar sem ögrun við ábyrgt líf.
Það hefur jafnvel álitið að ástundun andlegs lífs geti leitt af sér ömurlegar
og fyrirlitlegar afleiðingar fyrir mannlegt samfélag. Það gleymir því hins-
vegar að margir einörðustu talsmenn íhugunar og bænalífs gerðu meira til
að ýta samfélagi í átt til félagslegs réttlætis en hörðustu byltingarmenn. Ef
við greinum hið persónulega frá því félagslega, hið innra frá því ytra, þá
fáum við ekki lengur skilið hin byltingarkenndu áhrif klausturhreyfinganna
á þróun heimsins. Þá yfirsést okkur líka að félagslegur sjúkleiki á rót í sjúkri
sál og að haldgóð endurskipulagning samfélags krefst í reynd endurskipu-
lagningar á lífi okkar sem einstaklinga. við skiljum – eða réttara sagt mis-
skiljum – sálarlíf einstaklingsins sem eitthvað sem lifi í tómarúmi, einangrað
frá öðrum, í stað þess að sjá það sem hluta af stærri heild og í tengslum við líf
annars fólks eins og djúpsálarfræðin hefur sýnt okkur fram á að sé reyndin,