Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 257
ANN BElFORD UlANOv
228
tvinnuð örlögum hins; aðeins sá sem getur sett sig þannig í spor með þeim
sem þjáist þannig að þegar hann leitar lausna fyrir viðkomandi þá berst hann
í reynd fyrir sjálfum sér og hafnar því öllum hálfkæringi, tilgerð og hugleysi
– aðeins þá öðlast samúð raunverulegt gildi …“17
Hugmyndin um gagnsæi lýsir þessu nánar: Aðgreining á milli þess fé-
lagslega og persónulega á ekki rétt á sér heldur þarf að skynja tærleika hvors
tveggja í senn. Aðgreiningin á því persónulega og félagslega er blekking, hið
félagslega mætir okkur í því sem er persónulegast og sálin tengir okkur jafn-
vel upplifun fólks frá fjarlægustu stöðum. Þegar dýpst er skoðað og lengst
er kannað þá er vera mín og vera þín sú sama. Dæmi um þetta er nýlega
breyttur skilningur okkar á svörtu og hvítu, ljósi og myrkri. Félagslega kom
breytingin fram í áherslum andófshreyfinga blökkumanna á fimmta og sjötta
áratugnum sem snéru við hefðbundinni táknmerkingu myrkurs (svarts) og
ljóss (hvíts). En breytingin var ekki aðeins félagsleg. Áhrifanna gætti djúpt
undir yfirborði þjóðfélagsátaka og aðalbreytingin átti sér stað á persónulega
sviði mannlífsins, djúpt í anda hvítra og svartra einstaklinga.
Kristin hefð leit gjarnan svo á að sálin stefndi frá myrkri til ljóss – tákni
hins góða, tæra og frelsandi – að sálin stigi upp frá myrkri, frá illsku, og
ánauð efnisheimsins. En með tilkomu djúpsálarfræða fengum við nýja sýn
á þetta táknræna ferðalag og gildi þess. Djúpsálarfræðin skoðaði myrk djúp
dulvitaðs lífs andans og fylgismenn hennar gerðu sér grein fyrir því að dul-
vitundin býr yfir ljósi sem skapar vitund. Og í þessu ljósi getur vitundin
sjálf virst torræð og skuggaleg. Eftir marga fundi sálgreina og skjólstæðinga
þeirra uppgötvaði djúpsálarfræðin gildi þess myrkurs sem varð til fyrir löngu
en fékkst hvorki metið né skilið innan kristindómsins. Páll postuli lýsti vit-
undinni sem skuggamynd atburða eða líkt og að sjá „í gegnum skuggsjá“.
Hann áleit að það yrði ekki fyrr en í endamyrkri dauðans að við myndum
skynja þá björtu upplýsingu sem felst í að sjá persónur og atburði „í skýru
ljósi“. Hver sá sem hefur þroskast í andlegu lífi þekkir þennan sérkennilega
umsnúning væntinga. Að lifa „lífi í andanum“ er að vænta þess að vakna af
svefni skuggatilveru vitundarlífsins til ástands þar sem mynd okkar af Guði
er skýr. Bernharður frá Clairvaux lýsti þessu svona: „Þegar við höfum náð
langt í andlegu lífi þá sofnum við. Að falla inn í myrkrið er eina viðurkvæmi-
lega og eðlilega andsvar okkar við verki Guðs í innra lífi okkar.“18 Hinn
óþekkti höfundur The Cloud of Unknowing (Þoka vanþekkingarinnar) ráð-
17 Kierkegaard, The Concept of Dread, bls. 107.
18 Butler, Western Mysticism, bls. 106, 120.