Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 258
ÓTTI KRISTINNA vIð SÁlARlÍFIð
229
leggur okkur að samþykkja þá svartaþoku vanþekkingar sem umlykur okkur
því það er í gegnum þetta hálfmyrkur sem Guð nær til okkar.19 Joseph Pieper
lýsti þessu þannig að „ofgnótt ljóss“ í veru okkar væri of mikið fyrir takmark-
aðan skilning okkar og að leið okkar til sjálfsþekkingar sé í gegnum myrkur
í átt til „hyldýpisljóss sem streymir frá Guði.“20
við sjáum þennan viðsnúning hvað varðar tengsl ljóss og myrkurs endur-
speglast í umbótahreyfingum svartra. Svart fólk fór að leggja áherslu á feg-
urð, sérstök gildi, hefðir og listir svartra; þessa hefð skyldi lofa líkt og ástina
með orðum ljóðaljóðanna sem segja: „Svart er fallegt.“21 Krafan varð að við
skyldum samþykkja svart fólk á þeirra eigin forsendum. Eins og í sálarlífi
þarf hin svarta dulvitund að viðurkennast sem jákvæð nærvera á hennar eigin
forsendum og alls ekki sem eitthvað sem er ekki til staðar, ekki sem eitthvað
sem er ekki hvítt, eitthvað sem er ekki ljós.
Að meðtaka þessa breytingu á skilningi okkar á ljósi og myrkri er að
meðtaka grundvallarbreytingu á menningu okkar í kjarna okkar sem ein-
staklinga. Þetta eru byltingarkennd áhrif. við förum ekki lengur frá myrkri
til ljóss heldur er okkur að lærast að það er ljós í myrkri og myrkur í ljósi.
Samfélagið er að meðtaka það sem einstaklingar innan þess urðu fyrst að
skilja í sál sinni – einn í einu – að við þörfnumst bæði ljóss og myrkurs og að
líf okkar grundvallast á hvoru tveggja. Að einblína í eina átt bindur hugar-
far einstaklinga og samfélags í verstu fjötra og veldur takmörkun í tilveru
sem þarfnast sýnar til allra átta, þarfnast myrkurs og ljóss, vitundar og dul-
vitundar til að lifa og dafna.
Uggur og ótti
Ekkert vinnur eins mikið gegn lífinu og óvild þeirra sem óttast jafnvel meira
en sálarlífið þá opnun verunnar sem það ber með sér. Þessi ótti felur í sér
neikvætt gagnsæi sem þó leiðir líka til hlutdeildar sálarlífsins í verunni og
opinberar hann án þess að við fáum við ráðið. Sálarlífið opinberar veruna
með undraverðum, ógnvekjandi og skelfilegum hætti því í óttanum mæt-
ast vitund og dulvitund. veran rís upp, starir á okkur og gerir afdáttarlausa
og viðvarandi kröfu til okkar. Þessi krafa er fyrir sumum skelfileg, en fyrir
19 The Cloud of Unknowing, Baltimore: Penguin, 1968.
20 Josef Pieper, „The Negative Element in the Philosophy of St. Thomas Aquinas“,
Selection II, ritstj. Cecily Hastings og Donald Nicholl, New York: Sheed and Ward,
1954, bls. 199.
21 Sjá söng Salómons 1:5, „Svört er ég, en þó yndisleg“ og svo framvegis.