Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 259

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 259
ANN BElFORD UlANOv 230 öðrum stórkostleg – og öllum erfið. Mjög fáir opna sig fyrir verunni eins og ekkert sé. Sumir nálgast hana af óframfærni eða jafnvel hugleysi, en flestir víkja sér undan henni eða snúa baki við henni. við þekkjum öll með einum eða öðrum hætti þá ógn, skelfingu og þá miskunnarlausu óvissu sem m.a. Ritningin segir að fylgi því að öðlast nýja sýn. Þessi uggur fylgir því að ganga til móts við veruna og lifa lífi hennar. Það er óttablandin tilfinningin sem fylgir því að vera við upptökin. Óttinn við sálarlífið er óttinn við stórbrotna nærveru verunnar. Þessi ótti gerir það að verkum að við treystum ekki smæð lífs okkar og dauða. við grípum því til málamiðlana og svika. við beitum sjálf okkur þúsundum pretta sem smætta líf okkar niður í eitthvað miklu minna en það ætti að vera. Sálarlífið veit þetta líkt og Skugginn22 og við vitum þetta innst inni ef við aðeins horfumst í augu við kjarnann í okkur. Kristið fólk þekkir vel gæsku og mögulegt siðferðisþrek fólks. Það þekkir líka fórnirnar sem þetta krefst: Áræðni, einsemd og ótti við sálarlífið. Það veit að sálarlífið er ótrúlega lif- andi og krefjandi. Þessi veruleiki lifir bæði innra með okkur (er líkur okkur) en líka fyrir utan okkur (er ólíkur okkur). Sé honum gefinn gaumur þá víkkar hann meðvitund okkar, ekki aðeins að það leiði til vellíðunar, heldur færir hann okkur gnægð og nærveru þess sem gerir okkur heil. Að skynja skipandi mátt sálarlífsins – hvort sem við nýtum hann eða höfnum – er að skynja gagnsæi þess og tilgang. Í gegnum setlög sálarlífs- ins skynjum við sem brennandi ljós nærveru þess sem er ekki aðeins sjálfið heldur líka eitthvað sem er stærra en það og ofurmannlegt. við óttumst að það sem við skynjum sópi okkur burt eða slái okkur út og sá ótti getur á augabragði snúist upp í hreint hatur. Hatrið getur snarlega snúist upp í hatur á því Góða því að óttinn gerir kröfur um að við gerum að engu okkar litlu gæði. við skellum skollaeyrum við hinni stórbrotnu nærveru af ótta við að þeytast út úr takmarkaðri tilveru okkar. við reynum að eyðileggja jafnvel allra minnstu ummerki um þekkingu okkar á hinu Stóra lífi. Það heimtar krossfestingu. Krossfestingu allrar smásmugu í lífi okkar – og auðvitað vill enginn krossfestast. Og þannig er um mörg okkar, allt sem minnir okkur á merkingu nærverunnar og kröfuna um krossfestinguna verður að víkja: Helgisiðir, altarisganga, bænir, fornar fórnir, kennisetningar, játningar og jafnvel trú og kenning. Mannlega séð er slíkur ótti skiljanlegur því hann felur í sér vissu um að 22 [Skugginn er samkvæmt jungískri sálarfræði sá hluti dulvitundarinnar sem felur í sér bælda veikleika, takmarkanir og hvatir. Þetta er það sem fólk vill alls ekki að aðrir sjái og það sem það vill ekki kannast við í sjálfu sér. – Þýð.]
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.