Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 259
ANN BElFORD UlANOv
230
öðrum stórkostleg – og öllum erfið. Mjög fáir opna sig fyrir verunni eins og
ekkert sé. Sumir nálgast hana af óframfærni eða jafnvel hugleysi, en flestir
víkja sér undan henni eða snúa baki við henni. við þekkjum öll með einum
eða öðrum hætti þá ógn, skelfingu og þá miskunnarlausu óvissu sem m.a.
Ritningin segir að fylgi því að öðlast nýja sýn. Þessi uggur fylgir því að ganga
til móts við veruna og lifa lífi hennar. Það er óttablandin tilfinningin sem
fylgir því að vera við upptökin.
Óttinn við sálarlífið er óttinn við stórbrotna nærveru verunnar. Þessi
ótti gerir það að verkum að við treystum ekki smæð lífs okkar og dauða.
við grípum því til málamiðlana og svika. við beitum sjálf okkur þúsundum
pretta sem smætta líf okkar niður í eitthvað miklu minna en það ætti að vera.
Sálarlífið veit þetta líkt og Skugginn22 og við vitum þetta innst inni ef við
aðeins horfumst í augu við kjarnann í okkur. Kristið fólk þekkir vel gæsku
og mögulegt siðferðisþrek fólks. Það þekkir líka fórnirnar sem þetta krefst:
Áræðni, einsemd og ótti við sálarlífið. Það veit að sálarlífið er ótrúlega lif-
andi og krefjandi. Þessi veruleiki lifir bæði innra með okkur (er líkur okkur)
en líka fyrir utan okkur (er ólíkur okkur). Sé honum gefinn gaumur þá víkkar
hann meðvitund okkar, ekki aðeins að það leiði til vellíðunar, heldur færir
hann okkur gnægð og nærveru þess sem gerir okkur heil.
Að skynja skipandi mátt sálarlífsins – hvort sem við nýtum hann eða
höfnum – er að skynja gagnsæi þess og tilgang. Í gegnum setlög sálarlífs-
ins skynjum við sem brennandi ljós nærveru þess sem er ekki aðeins sjálfið
heldur líka eitthvað sem er stærra en það og ofurmannlegt. við óttumst
að það sem við skynjum sópi okkur burt eða slái okkur út og sá ótti getur
á augabragði snúist upp í hreint hatur. Hatrið getur snarlega snúist upp í
hatur á því Góða því að óttinn gerir kröfur um að við gerum að engu okkar
litlu gæði. við skellum skollaeyrum við hinni stórbrotnu nærveru af ótta við
að þeytast út úr takmarkaðri tilveru okkar. við reynum að eyðileggja jafnvel
allra minnstu ummerki um þekkingu okkar á hinu Stóra lífi. Það heimtar
krossfestingu. Krossfestingu allrar smásmugu í lífi okkar – og auðvitað vill
enginn krossfestast. Og þannig er um mörg okkar, allt sem minnir okkur
á merkingu nærverunnar og kröfuna um krossfestinguna verður að víkja:
Helgisiðir, altarisganga, bænir, fornar fórnir, kennisetningar, játningar og
jafnvel trú og kenning.
Mannlega séð er slíkur ótti skiljanlegur því hann felur í sér vissu um að
22 [Skugginn er samkvæmt jungískri sálarfræði sá hluti dulvitundarinnar sem felur í sér
bælda veikleika, takmarkanir og hvatir. Þetta er það sem fólk vill alls ekki að aðrir
sjái og það sem það vill ekki kannast við í sjálfu sér. – Þýð.]