Úrval - 01.12.1945, Page 5
NCTTlMAMAÐURINN ER ORÐINN Á EFTIR TÍMANUM
3
hægt er að knýja það. Ennfrem-
ur getur þessi tjáning mannlegs
eðlis breytzt í samræmi við
breytingar á þeim öflum, sem
leiða til styrjalda, eða með orð-
ima Huxleys, „ . . . í mannlegri
náttúru er engin sérstök hern-
aðareðlishvöt."
En ennþá er ósvarað spurn-
ingunni, er varðar orsakirnar
til þess, að menn fara í stríð.
Maðurinn heldur áfram að vera
herskár, meðan þau skilyrði eru
fyrir hendi, sem hafa hrundið
honum út í ófrið á liðnum tím-
um, og nú hefir hann fengið
það viðfangsefni, sem enn hefir
ekki fengizt lausn á, að útrýma
þessum orsökum, því að hann
verður að forðast nýtt stríð, ef
hann vill lifa.
Stríð sýnir í innsta eðli sínu
samkeppnistilhneigingu manns-
ins. Hann hefir orðið að berjast
fyrir tilverunni eins og allt ann-
að í náttúrunni, en þegar hann
hafði unnið fullnaðarsigur í
baráttunni við önnur dýr, komst
hann á þróunarstig innbyrðis
hernaðar. Þetta nefndi Darwin
náttúruval, að hinir hæfustu
stæðu yfir höfuðsvörðum hinna
vanmáttkari, og þetta hefir ver-
ið túlkað öfgafyllst í Mein
Kamyf, þar sem ber dýrkun á
blindu valdi og fullkomin til-
beiðsla kraftarins er talið veita
réttinn.
Á vettfangi stjórnmála og
þjóðmála hefir þetta verið til-
raun öreiganna til að taka frá
eignafólkinu, eða tilraun auð-
stéttarinnar til að auka eignir
sínar á kostnað öreiganna.
Hverju skiptir þá, hvort hern-
aðurinn er eðli mannsins, meðan
hann heldur áfram að sýna
þann ávöxt eðlis síns, að hann
sé grimmt og keppið dýr? Af-
leiðing og endanleg niður-
staða er hin sama — afleiðing-
in er stríð og endanleg niður-
staða gjöreyðing mannkynsins.
Ef þessar ályktanir eru rétt-
ar, þá er nútímamaðurinn úr-
eltur. Hann hefir breytt öllu
nema sjálfum sér. Hann hefir
tekið margra alda stökk fram
úr sjálfum sér tii að finna upp
nýjan heim, en hann hefir ekki
búið sig undir að lifa í þessum
heimi. Hann hefir gert breiðar
gjár allt umhverfis sig, gjár
milli byltingakenndra vísinda
og hægfara mannfræði, milli al-
heims uppfinninga og mann-
legrar þekkingar, milli vits-
muna og samvizku.
Maðurinn þarf að taka ákvörð-
un, sem snertir frekar vilja hans