Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL
til breytingar en hæfileikana til
að gera hana. Það er víst, að
hann er fær um að breyta til.
Því að ekkert dýr í heimi hefir
slíka hæfileika til að laga sig
eftir aðstæðum. Við höfum séð,
hvernig menn hafafluttsigmilli
ólíkustu staða og ólíkasta lofts-
lags. Okkur er kunnugt að
frumstæðir veiðimenn urðu
flytjendur vestrænna lista á
ekki lengri tíma en einum
mannsaldri.
Það er satt, að breyting sú,
sem varð á þessum veiðimönn-
um, stafaði af utanaðkomandi
þvingun og ótta við refsingu, og
hún varð að litlu leyti vegna
frjálsa ákvarðana. Þama var
þó hvatning, og nú þarf mann-
kynið ekki að leita þessarar
hvatningar lengra en til löng-
unnar sinnar til að halda lífi.
Þegar lífsþráin hefir einu
sinni verið örvuð, er frumskil-
yrði brejdingarinnar f yrir hendi.
Það er vegna þessa, að sýna
verður almenningi svo að ekki
verði um villst afl hinnar al-
gjöru eyðingar eins og nútíma-
vísindum er mögulegt að leiða
það í ljós. Það verður að sjá og
viðurkenna þessa hættu eins og
hún er í öllum sínum feiknmn.
Það er þá fyrst sem manninum
getur skilizt, að fyrsta úrlausn-
arefnið er spurningin um fram-
haldstilveru hans og taka verð-
ur ákvarðanir, sem nauðsynleg-
ar eru til að tryggja að unnt sé
að lifa áfram.
Tvær meginleiðir eru færar,
þegar þessar ákvarðanir eru
teknar. Hvor sem farin er, mun
tryggja mannkyninu líf tiltölu-
iega langan tíma.
Fyrri leiðin er sú jákvæða.
Hún hefst á nákvæmu mati á
öllu því úr sér gengna, sem
fylgir mannkyninu inn fyrir
þröskuld hinnar nýju aldar.
Rannsóknirnar verða að byrja
á manninum sjálfum. „Maður-
inn er hæfilegt rannsóknarefni
fyrir mannkynið," sagði Pope.
Það er gagnslaust, hvað mik-
ið sem klastrað er við mann-
félagið. Slíkt tryggir því ekki
líf í framtíðinni, ef það getur
ekki lagað sig eftir félagslegum
þörfum sínum.
Það fyrsta, sem kippa þarf
í lag eru hinar villimannlegu
samkeppnishvatir. Áður en öld
atómorkunnar hófst, voru þess-
ar hvatir eðlilegar og stundum
afsakanlegar, þó að þær leiddu
tíðum til styrjalda.
Allt þetta hefir breytzt eða
getur breytzt með hinni nýju