Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL,
sitt. Frumstæðar þjóðir notuðu
að minnsta kosti ekki fatnað, til
þess að verjast regni. Japanskir
fiskimenn fara úr fötunum,
þegar byrjar að rigna og fara
aftur í þau, þegar styttir upp.
Menn hafa líklega fremur tekið
upp á að klæðast fötum, til þess
að verja sig gegn sólarhita.
Einstaklingurinn hefir brátt
tekið eftir því, að klæðnaður
hafði þægileg, sálræn áhrif, þótt
ekki væri hann íburðarmikill.
Klæðin færði hann feti framar
félögum sínum; þau juku sjálfs-
álit hans og glæddu vaknandi
fegurðarsmekk hans. Hinir
heppnu eða duglegu voru frá
upphafi færari um að skreyta
sig og konur sínar í ríkara mæli
en hinir óduglegu eða óheppnu,
og þar með var sýkill stétta-
greiningarinnar orðinn til. Brátt
rak að því, að það þótti sjálf-
sagt að foringi bæri meira skart
en óbreyttir liðsmenn. Þetta
kerfi varð, eftir því sem tímar
liðu, að eins konar óskráðum
lögum og því næst að fast-
ákveðnum metorðastiga. Þetta
er váldalögmáli'ð, sem er orsök
þess, að manni virðist eðlilegt,
að rauði borðinn á höfuðfati
hershöfðingjans eigi ekki við á
húfu hins óbreytta hermanns.
Valdalögmálið er því eitt af
höf uðlögmálum klæðatízkunnar.
í sögu tízkunnar hefir það aðal-
lega átt við mn karlmenn, og
það stafar af því, að karlmenn
eru einkum dáðir fyrir stööu
sína í þjóðfélaginu. Áður fyrr
þýddi það afl og líkamsburðir,
en slíkt stendur ekki til lang-
frama. Nú á dögum er hið svo-
kallaða hreystimenni (sem hef-
ir ekki annað til að bera) skoð-
aður sem hálfgerður flysjimg-
ur, og konur sem dást að slíkum
mönnum, eru taldar fremur
frumstæðar. Að því er konur
snertir, þá kemur valdalögmálið
fram í öðru formi hjá þeim, og
mætti nefna það ginningarlög-
málið.
Þýðing nytjalögmálsins er oft
ýkt, þótt ekki verði gengið al-
gerlega fram hjá því. Það má
skoða það sem nokkurs konar
kjölfestu, eða öllu heldur mót-
vægi gegn hinum tveim lögmál-
um, valdalögmáli karlmann-
anna og ginningariögmáli
kvennanna.
Það ber ætíð nokkuð á nytja-
lögmálinu í fatnaði karlmann-
anna. Það kom fyrst fram í því,
að karlmenn tóku að gyrða sig
belti, til þess að hengja hluti
í, en því næst kom pyngjan til