Úrval - 01.12.1945, Síða 47

Úrval - 01.12.1945, Síða 47
1 SÆLUDALNUM A NÝJU GUINEU 45 sárirtu á enni hans. Hann fór úr buxunum og lagðist á grúfu. Við urðum skelfingu lostin af sýn þeirri, sem við okkur blasti, og komumst í skilning um, hví- likar kvalir Decker hafði liðið, án þess að kveinka sér. Hann var skaðbrenndur á bakinu og hafði mikið drep hlaupið í brunasárin. Það hlýtur að hafa verið honum ógurlegt kvalræði að láta okkur snerta sig. Samt hreinsaði ég sárin eftir beztu getu og bar í þau græðismyrsl- in. Jg’NDÁ þótt Decker kvartaði ekki, var hann svo sárþjáð- ur, er á kvöldið leið, að hann gat sig varla hrært, og ég var of veik og máttfarin til að geta gengið. í næstu 72 stundir sam- fleytt, varð hinn þolgóði Mc- Collom að hjúkra mér eins og vöggubarni, þótt hann væri sjálfur að falli kominn af of- þreytu. Án þess að um væri rætt, vorum við öll í fullri vissu um þann möguleika, að Decker gæti látizt þá og þá, eða að ég mundi missa fæturna, svo framarlega sem hjálparliðið bærizt okkur ekki innan skamms. Herflugvélin heimsótti okkur um morguninn og færði okkur auknar birgðir. Við vöruðum flugmennina við að varpa hjúkrunarliðum niður í nám- unda við okkur, sökum þess hve umhverfið var tvísýnt til þeirra hluta. Við óttuðumst, að það kynni að valda frekari slysum. McCollom tosaði birgðunum upp á hólinn til okkar. Hann fiskaði nærföt og skyrtu upp úr stórum böggli. Svo fann hann nokkur rúmteppi og reyndi að búa til úr þeim þægilegar hvíl- ur. Svo kom rúsínan í pylsuend- anum, sem var pakki með ýmis- legu góðgæti. Þá birti heldur betur yfir okkur, og hrifsuðum við, hvert í kapp við annað, það bezta sem fyrirfannst. Mér til mikillar undrunar gat ég samt ekki torgað uppáhaldsrétti mín- um, eggjurn og fleski, úr einni lítilíi dós. Maginn hafði víst herpst eitthvað saman. A Ð áliðnum degi kom Svarti- Pétur að heilsa upp á okk- ur og hafði konuna sína með sér. Frúin hafði fyrrnefnda þvengjasnúru um hárið, en bar enga aðra stássmuni, fremur en aðrar konur á þessum slóðum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.