Úrval - 01.12.1945, Page 70
I>að er eklú nóg að eiga þak yfir
höfuðið. Menn þurfa hús, sem
talizt geta heimili.
Byggið hús yðar sjálfir.
Grein úr „The Listener“,
eftir Anthony Wigan.
T^LESTIR ENGLENDINGAR
líta svo á, að hús eigi að vera
úr steinsteypu eða múrsteini,
og að þeim sé ella hætt við
bruna, bjóði heim kvefpest og
öðrum kvillum, og séu jafnvel
ekki samboðin virðingu okkar.
Þetta er bábilja, sem okkur er
hollast að vísa á bug hið fyrsta,
enda munum við á komandi ár-
um eiga milii þess að velja að
búa innan tréveggja ellegar
engra veggja. 1 Noregi og Sví-
þjóð eru flest hús úr tirnbri, sem
talið er ódýrasta og hentugasta
byggingarefnið. Svíar telja þau
hlýjust allra húsa á veturna og
svölust á sumrin, en sumarhit-
arnir þar eru engu minni en hér.
Af völdum styrjaldarinnar er
óskapleg' húsnæðisekla í Englandi um
þessar mundir. Við íslendingar eig-
um við sömu erfiðleika að stríða,
þótt annað valdi, og er þvi harla
fróðlegt fyrir okkur að sjá hvernig
Englendingar hyggjast leysa málið.
Því er nokkru lýst í eftirfarandi
grein. 1 þýðingunni hefir verið sleppt
síðustu köflum greinarinnar, enda
fjalla þeir um annað efni.
Ameríka hefir sömu sögu að
segja, en þar í iandi eru bæði
hitar og kuldar meiri en í Eng-
landi. Jafnvel stærstu hús eru
úr timbri, þau eru hvítmáluð
og fögur að sjá, en hlöður og
bílskúrar dimmrauð.
Mig langar til að segja ykkur
Enginn skyldi ætla að skurð-
læknar framkvæmi slíkar að-
gerðir á öllum hugsjúkum
mönnum.
Sumir læknar efast um gæði
þessarar aðferðar, þar sem þeir
álíta skapgerð sjúklingsins
bíða tjón við hana.
En árangurinn, sem hún hef-
ir í för með sér, gefur samt góða
von um mikilvæga þróun á
þessum sviðum.