Úrval - 01.12.1945, Page 81
KONAN í SNJÓHÚSINU
79
og sagði í illskutón: „Spurðu
hana hvern djöfulinn hún vilji!“
Ég var sá eini, sem gat gert mig
skiljanlegan, og ég sagði:
„Hvað viltu?“ Hún benti á
Dabba í horninu, og sagði:
„Þennan þarna.“
„Facíir Dabba var skozkur
skólameistari, og pilturinn
þoldi ekki mikið af þessu tagi.
Þegar ég skýrði þetta fyrir hon-
um, öskraði hann, „Segðu henni
að fara héðan út! Ég vil ekkert
hafa með þessa subbu að gera!“
Hann reis upp, greip bauk af
tóbaki og rétti henni, ýtti henni
út úr dyrunum, fór síðan upp í
rúmið aftur og tautaði eitthvað
fyrir munni sér, ekki veit ég
hvað.
„Við majórinn stríddum hon-
um á kvenhylli hans og spurð-
um hann í hverju hún væri fólg-
in, og svo var ekki meir um
það.“
Kvöldið eftir á sama tíma
opnuðust dyrnar á nýjan leik.
Konan kom inn, og ennþá húkti
hún niður og blíndi út í loftið.
í þetta sinn var ég sá útvalai.
Ég skýrði fyrir henni, að þetta
væri óhugsandi, og hún gekk
hljóðlega burtu.
Morgunin eftir, þegar ég
fór út í verzlunina, kom maður-
inn hennar tii mín og spurði
mig, hvað væri að. Hvað væri.
að hvítu mönnunum? Nú hafði
konan hans komið til þeirra
tvisvar sinnum, og tvisvar hafði
henni verið snúið við. Var hún
kannske of gömul? Jæja, hann
átti nú líka dóttur. Því fór nú
ver, að hún var þrjú hundruð
rnílur í burtu, en hún mundi
koma seinna á sumrinu. Hon-
um þótti leitt, að okkur skyldi
ekki geðjast að konunni sinni.“
Nú fór ég að skilja. Utak
hafði heimsótt mig sama dag-
inn og Paddy sagði mér þessa
sögu. Ég hélt hann væri að
sníkja sér kaðalspotta, en ég sá
nú, að hann hafði verið að
þreifa fyrir sér, hvort hann gæti
ekki boðið mér konuna sína. Ég
hafði ekki bitið á agnið, og hann
gekk burtu frá mér, hljóðlega
eins og mús. Og hann var ekki
sá eini. Allir Eskimóarnir
höfðu skriðið fyrir mér eins og
maðkar síðustu vikuna. Einn á
eftir öðrum höfðu þeir komið
inn til mín og setið á bekk í
fremra herberginu þannig, að
þeir sæjust gegnum opnar
dyrnar að innan. Ekkert sögðu
þeir, en biðu eftir, að yrt væri
á þá. Hver þeirra sat eina eða
tvær klukkustundir með undra-