Úrval - 01.12.1945, Side 103
Hvítir menn hafa lagt undir sig heimiim, en
ekki eru þeir allsstaðar vel séðir.
Ovingjarnlegasta jajóð í heimi.
Grein úr ,,The Inter-American“,
eftir Stanley Ross.
"a/|OTILON Indíánarnir eru
ógestrisnasta þjóð í heimi.
Þeir hafa sýnt, svo ekki verður
um villst, að hvítir menn eru
óvelkomnir í land þeirra, hinu
víðáttumikla Perija landsvæði
fyrir vestan Venezuela og ná-
lægt landamærum Columbia.
Þeir eru sterkir, harðskeyttir
og slungnir, og ráða yfir lönd-
um, sem eru auðug af olíu,
gulli, kopar og alls konar verð-
mætum hráefnum.
Það er sennilegt að Motilon
Indíánarnir séu eftirkomendur
Carib þjóðflokksins, sem land-
vinningamennirnir spænsku
gátu aldrei kúgað til fulls. Þjóð-
flokki þessum var eytt að
mestu, en nokkrir komust þó
undan til fjallahéraðanna. Þar
hafast þeir við enn þann dag í
dag og hafa ekki gleymt hatri
sínu á hvítum mönnum. Þeir
eru fáir eftir núna. Lægstu
áætlanir telja að þeir séu um
500 talsins, en þær hæstu 15.000.
Afar fáir menn hafa séð
Motilon Indíána. Jafnvel þeir
sem Indíánamir veita eftirför,
sjá þá sjaldan. Þeir læðast
hljóðlega, kasta sér fimlega af
einni trjágrein á aðra og með
ótrúlegum hraða.
Motilon Indíánarnir veiða sér
til matar dádýr, tapíra og
fugla, svo og fiska, sem þeir
leggja að velli með spjótum sín-
um og örvum. Þeir éta einnig
apa og tígrisdýr, egg, kókos-
hnetur og ávexti. Þeir rækta
ýmsar tegundir af korni og
hafa allt, sem þeir þurfa sér til
viðurværis, nema salt. Þörf
þeirra fyrir saltið rekur þá oft
niður til mannabyggða.
Þeir búa í stórum hringmynd-
uðum húsum, sem gerð eru úr
pálmablöðum. Veggir em næst-
um engir, en þakið er stórt og
hvílir á staur, sem er í miðju
húsinu. Sofið er í rúmum, sem
eru hvort upp af öðru, og eru
bömin höfð efst. 1 hverju þorpi