Úrval - 01.12.1945, Síða 110
108
TJRVAL
inni, sem hékk yfir fletinu
mínu; og benzínlampinn, sem
hékk niður úr loftinu, virtist
lýsa upp aðeins einn blett, og
gerði það skuggana miklu svart-
ari. Þó var eitthvað notalegt við
rökkrið í kofanum. Það var vel
lesbjart, og ég hafði ferða-
grammófón til þess að stytta
mér stundir við. Þegar ég hátt-
aði þetta fyrsta kvöld, bölvaði
ég þegar ég steig berfættur á
gólfið, og þegar ég hafði opn-
að dyrnar, til þess að hleypa
inn góðu lofti, hentist ég bók-
staflega í svefnpokann. Þegar
ég minntist þess, að salernið
var 35 fet í burtu, varð ég glað-
ur yfir því að hafa hraust nýru.
Næstu daga komst ég að raun
um, að ég myndi hafa ærið nóg
að gera við að sinna veðurat-
huganatækjunum. Ég hafði átta
tæki, og það leið varla svo
klukkustund að degi til, að ég
þyrfti ekki að líta eftir þeim og
skrá athuganir.
Klukkan tíu að morgni á
sunnudögum, þriðjudögum og
fimmtudögum átti ég að ná
loftskeytasambandi við Litlu
Ameríku. Leiðangursmenn í
Litlu Amerku gátu talað við
mig, en ég gat aðeins svarað
með strikum og punktum
Morsekerfisins. Fýrsta skeyti
mitt tókst vel, þrátt fyrir að ég
var með öllu óæfður í slíku, og
óx mér kjarkur við það. Ein-
hvern veginn tókst JohnDyerog
Charlie Murphy að ráða fram
úr skeytum mínum.
EGAR kom fram í apríl-
mánuð, fór að snjóa. Mér
fannst ég vera einmana maður,
sem hefði lifað af einhverja ís-
öld, og væri að reyna að lifa
áfram með hjálp áhalda, sem
ég hefði erft eftir fyrri kynslóð.
Kuldinn hefir einkennileg áhrif
á hlutina. I 45 stiga frosti deyr
á vasaljósi í hendi manns. Þeg-
ar frostið er orðið 50 stig, frýs
steinolía og ljósið á lampanum
lognast út af, en komist það
yfir 50 stig, stöðvast allar vél-
ar og áhöld, sem smurð eru með
smurningsolíu. Loftið, sem mað-
ur andar frá sér, stokkfrýs, og
sé minnsti vindblær, brakar í
því um leið og það fýkur burt.
Kuldinn — jafnvel hinn tiltölu-
lega litli kuldi aprílmánaðar, sá
mér fyrir nægu verkefni. Novo-
cainið í lyfjakassanum mínum
fraus og glösinbrotnuðu.Égátti
tvo kassa fulla af tómatasafa-
flöskum og þær sprungu allar.
Ég varð að láta niðursuðudós-