Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 3
Mk. 5
TlMARITSGREINA I SAMÞJOPPUÐU FORMI
6. ÁRGANGUR •:> REYKJAVlK •:> SEPT. — OKT. 1947
Hinn nýi heimur, sem vísinda-
mennirnir eru að skapa
fyrir okkur.
Hvers má vœnta?
Grein úr ,,Strand“,
eftir John Langdori-Davíes.
EIR sem eitthvað voru kimn-
ugir vísindaritum fyrir
styrjöldina munu hafa vitað um
tilraunir, sem gerðar voru með
úraníum og leiddu til óvæntrar
niðurstöðu. Eðlisfræðingur einn
skaut á ósýnileg úraníumatóm
með ósýnilegum eindum. Þegar
skotið hitti úraníumatómið í
miðjuna, eða kjamann, sáust
nokkrir ljósblossar. Það var að-
eins ein skýring til á þessum
ljósblossum: úraníumkjarninn
hafði klofnað í tvennt, og við
það losnuðu nýjar eindir, svip-
aðar þeim, er notaðar voru sem
skot; þær rákust aftur á aðra
úraníumkjarna og klufu þá á
sama hátt. Ljósblossamir
Við lifum á því sem kallað er
kjarnorkuöldin. En kjarnorkan er að-
eins eitt af undrum hennar. Og- ef til
vill ekki það mesta. Verið getur, að
á næstu áratugum hverfi kjamorkan
í skuggann af öðrum enn merkilegri
uppgötvunum. Margt af því sem hér
fer á eftir mun vera nýtt fyrir yður.
Sumt kann að virðast ótrúlegt. En
hér er frá engu skýrt nema því, sem
vísindamennimir eru að vinna að nú.
Þetta er frásögn af því, sem er að
gerast á rannsóknarstofum þeirra,
og hvers megi vænta af störfum
þeirra.
kviknuðu af þeirri orku, sem
leystist úr læðingi við klofn-
inginn.
Við aðrar tilraunir fannst ör-