Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 127
KlM
125
ur hulan, sem þekur klöppina.
Ef maður er einn, er hún eins
og kvika. Hún lætur menn ekki
í friði og maður getur jafnvel
ekki lesið. Mér skildist allt í
einu, hvað vitfirring er, en ég
vissi, að það væri eins um það
og annað, sem fyrir mig hefir
komið — eftir nokkra daga
myndi ég vera orðinn með sjálf-
'um mér.
Stundum bregður f agurri mynd
fyrir augu mér, á henni er ekk-
ert ykkar. Ég er sjálfur á hest-
baki úti á víðavangi. Mér finnst
ég verði að hafa böm umhverfis
mig, en ekki fullorðna. Ég hefi
hugsað til hafsins og þráð það.
Myndin af hestinum er ein-
kennileg; það er eins og
bernskan sé að vakna í mér aft-
ur.
Vestra fangelsi, klefi 411,
4. apríl 1945.
(ritskoðað, móttekið 16. apríl)
Elsku bamið mitt.
Ég var leiddur fyrir dómstól
í dag og dæmdur til dauða. Það
em hræðileg tíðindi f yrir tvítuga
stúlku. Ég hefi fengið leyfi til
að skrifa þetta kveðjubréf —
og hvað á ég að skrifa ? Hvemig
á þessi svanasöngur minn að
hljóða? Tíminn er naumur —
hugsanirnar margar, hvað er það
hinzta og dýrmætasta, sem ég
get gefið þér, hvað get ég gefið
í kveðjuskyni, svo að þú, sorg-
bitin og þó hamingjusöm, getir
lifað áfram, vaxið og þroskast.
Við sigldum á úfnu hafinu, við
hittumst og elskuðum hvort
annað. Við gerum það enn og
munum gera, en dag nokkurn
gerði stormurinn okkur við-
skila, ég rakst á sker og sökk,
en þig bar upp að nýrri strönd,
þar sem þú átt að lifa áfram í
nýjum heimi. Ég krefst þess
ekki, að þú gleymir mér, hvers
vegna ættir þú að gleyma því,
sem er svo fagurt, en þú mátt
ekki vera háð því, þú átt að líða
áfram eins léttilega og enn
hamingjusamari, af því að lífið
gaf þér dýrmætasta hnossið.
Slíttu þig lausa, láttu þessa
hamingju vera þér allt, láttu
hana lýsa bjartara en allt, en
láttu hana aðeins vera ljómandi
endurminningu, láttu hana ekki
slá þér ofbirtu í augun, svo að
þú sjáir allan unaðinn, sem bíð-
ur þín.
Þú lifir áfram og átt eftir að
rata í önnur yndisleg ævintýri,
en lofaðu mér því, að láta aldrei
hugsunina um mig komast upp