Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 43
Er hægt að lækna sjúkdóma
með svæfingum?
Svœfingar við sjúkdómum.
Grein úr „The Chicago Sun“,
eftir Alexander Kendrick.
'yíSINDAMÖNNUM í Sovét-
’ ríkjunum hefir tekizt að
gefa dýrum inn banvænan
skarnmt af cyankalium, ein-
hverju sterkasta eitri, sem þekk-
ist, án þess að taugakerfi þeirra
biði tjón við.
Þeir gerðu eitrið óvirkt með
því að svæfa dýrin á venjulegan
hátt. Þessar merkilegu tilraun-
ir voru gerðar í Flotalæknaskól-
anum í Leningrad.
Með svæfingartilraunum tókst
einnig að eyða áhrifum sterkra
hormóna, eins og insúlíns og
troxins, á mannslíkamann.
Vísindamennirnir, undir for-
ustu Vsevolods Galkins, pró-
fessors, eru nú að gera tilraunir
til þess að komast að raun um,
hvort unnt sé að stöðva og
lækna sjúkdóma með sérstök-
um, kerfisbundnum svæfingum.
Þeim hefir þegar tekizt að
koma í veg fyrir endurtekin
flog flogaveikra dýra, og þeir
hafa eytt öllum ummerkjum rnn
flogaveiki í heilafrumum þeirra.
Svæfmgaraðferðin hefir einn-
ig gefizt vel við ýmis sár og lífs-
hættuleg brunasár. Það tókst
t. d. að lækna stífkrampa í 8 ára
barni, sem talið hafði verið af.
Þessar tilraunh’, sem Galkin
telur að séu enn á byrjunarstigi
og því of snemmt að fella um
þær endanlegan dóm, byggjast
raunverulega á algengum at-
burði úr daglega lífinu.
Hér er átt við þá staðreynd,
að drukknir menn, sem orðið
hafa fyrir slysi eða meiðslum,
ná sér fyrr eftir áfallið, en ef
þeir hefðu verið allsgáðir, og í
sumum tilfellum, þegar um
hættulegt fall er að ræða, sleppa
þeir við beinbrot.
Hin læknisfræðilega skýring,
sem sannreynd hefir verið af
áðurnefndum vísindamönnum,
er sú, að í vægu svæfingar-
ástandi losni heilinn í bili úr
tengslum við aðra hluta aðal-
taugakerfisins, og sé því síður;