Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 28

Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 28
26 ÍTRVAL að mönnunum engu síður en sýklunum. Fyrsti vitnisburðurinn um gildi streptomycins barst frá Mayo-sjúkrahúsinu alkunna, en þangað hafði Waksman sent lyfið fyrst til reynslu. Tólf nag- grísir voru sýktir með berkla- sýklum, en síðan var fjórum þeirra gefið streptomycin. Eftir fimmtíu og fjóra daga voru dýrin, sem lyfið höfðu fengið, enn lifandi og frísk, en hin voru öll dauð eða mjög langt leidd. Síðar voru dýrin, sem eftir lifðu, drepin og krufin, og kom þá í ljós, að sjúkdómurinn var ýmist stöðvaður eða með öllu horfinn. Naggrísir eru ákaf- lega næmir fyrir berklum og láta mjög á sjá á nokkrum vik- um. Þess vegna virtizt það lofa góðu, að grísunum batnaði sjúk- dómurinn, þegar þeim hafði ver- ið gefið lyfið. Næsta skrefið var að reyna lyfið á mönnum. Enginn vissi, í hve stórum skömmtum lyfið skyldi gefið né á hvern hátt. En vísindamenn beita sérstakri að- ferð í slíkum tilfellum. Þeir reyna lyfið fyrst á þeim sjúk- lingum, sem fyrirfram er vitað, að muni deyja hvort sem er — og þeir velja helzt þá sjúklinga, sem munu deyja innan nokkurra klukkustunda eða daga. Þetta er harðneskjuleg að- ferð, en ef illa fer, getur vísinda- maðurinn haft góða samvizku. Tvær tegundir berkla áttu hér vel við — heilahimnuberklar og útsæðisberklar, sem draga nafn sitt af því, að sýkillinn ræðst á nálega öll líffæri og myndar í þeim bólguhnúta. Þeir, sem veikjast af útsæðis- berklum, deyja venjulega innan fjögurra til sex vikna. Þegar um heilahimnuberkla er að ræða, ræðst berklasýkillinn á heilann og mænuna. Hvor- tveggja tegundin má teljast banvæn. Lítil telpa var að deyja úr heilaberklum í Mayo-sjúkrahús- inu, þegar dr. Hinshaw var að undirbúa tilraunina. I von um að streptomycin kynni að koma að notum, dældi hann lyfinu í vöðva telpunnar á nokkurra klukkustunda fresti, en það er nauðsynlegt að dæla lyfinu svo oft, af því að það skilst úr líkamanum jafnóðum. Það væri ánægjulegt að geta skýrt frá því, að barninu hefði bráðbatn- að við lyfið. En svo var ekki. 1 fyrstu virtist barninu skána, hitinn lækkaði ofurlítið, og önn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.