Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 28
26
ÍTRVAL
að mönnunum engu síður en
sýklunum.
Fyrsti vitnisburðurinn um
gildi streptomycins barst frá
Mayo-sjúkrahúsinu alkunna, en
þangað hafði Waksman sent
lyfið fyrst til reynslu. Tólf nag-
grísir voru sýktir með berkla-
sýklum, en síðan var fjórum
þeirra gefið streptomycin.
Eftir fimmtíu og fjóra daga
voru dýrin, sem lyfið höfðu
fengið, enn lifandi og frísk, en
hin voru öll dauð eða mjög langt
leidd. Síðar voru dýrin, sem
eftir lifðu, drepin og krufin, og
kom þá í ljós, að sjúkdómurinn
var ýmist stöðvaður eða með
öllu horfinn. Naggrísir eru ákaf-
lega næmir fyrir berklum og
láta mjög á sjá á nokkrum vik-
um. Þess vegna virtizt það lofa
góðu, að grísunum batnaði sjúk-
dómurinn, þegar þeim hafði ver-
ið gefið lyfið.
Næsta skrefið var að reyna
lyfið á mönnum. Enginn vissi,
í hve stórum skömmtum lyfið
skyldi gefið né á hvern hátt. En
vísindamenn beita sérstakri að-
ferð í slíkum tilfellum. Þeir
reyna lyfið fyrst á þeim sjúk-
lingum, sem fyrirfram er vitað,
að muni deyja hvort sem er —
og þeir velja helzt þá sjúklinga,
sem munu deyja innan nokkurra
klukkustunda eða daga.
Þetta er harðneskjuleg að-
ferð, en ef illa fer, getur vísinda-
maðurinn haft góða samvizku.
Tvær tegundir berkla áttu hér
vel við — heilahimnuberklar og
útsæðisberklar, sem draga nafn
sitt af því, að sýkillinn ræðst
á nálega öll líffæri og myndar í
þeim bólguhnúta.
Þeir, sem veikjast af útsæðis-
berklum, deyja venjulega innan
fjögurra til sex vikna. Þegar
um heilahimnuberkla er að
ræða, ræðst berklasýkillinn á
heilann og mænuna. Hvor-
tveggja tegundin má teljast
banvæn.
Lítil telpa var að deyja úr
heilaberklum í Mayo-sjúkrahús-
inu, þegar dr. Hinshaw var að
undirbúa tilraunina. I von um
að streptomycin kynni að koma
að notum, dældi hann lyfinu í
vöðva telpunnar á nokkurra
klukkustunda fresti, en það er
nauðsynlegt að dæla lyfinu svo
oft, af því að það skilst úr
líkamanum jafnóðum. Það væri
ánægjulegt að geta skýrt frá
því, að barninu hefði bráðbatn-
að við lyfið. En svo var ekki. 1
fyrstu virtist barninu skána,
hitinn lækkaði ofurlítið, og önn-