Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 49
Aðvörun: einhver af uppáhaldskenningiim
þínum er kannske að engpi gerð
hér á eftir.
/
Attu vont með svefn?
Grein úr „This Week Magazine“
eftir Lawrence Lader.
T7" LEITM AN prófessor veit
sennilega meira um svefn-
inn en nokkur annar maður.
Hann heldur því fram, að flest-
ar algengustu skoðanir manna
nm svefninn séu rangar. Dr.
Kleitman hefir rannsakað
leyndardóm svefnsins í síðast-
liðin 25 ár. Hann hefir mælt
breytingar á hjartslætti og önd-
un, heilasveiflur og líkams-
hræringar mörg þúsund stúd-
enta við Chicagoháskóla, en
þeir hafa verið einskonar sof-
andi „tilraunadýr" hans.
Hér fara á eftir nokkur
helztu atriðin, sem almenningur
hefir myndað sér rangar skoð-
anir um:
1. Átta stunda nætursvefn er
nauQsynlegur. Rangt. Það hefir
verið sannað með tilraunum, að
engar tvær manneskjur þurfa
sama svefn. Einn þarfnast níu
stunda svefns; öðrum nægir að
sofa í fimm stundir.
2. Það spillir værum svefni,
ef oft er skipt um líkamstelling-
ar. Þetta er kerlingabók. Til-
raunir hafa sannað, að hreyf-
ingar spilla ekki svefninum
heldur bæta þær hann. „Ef
menn skiptu ekki um stellingar
í svefni,“ segir Kleitman,
„myndu þeir vera allir stirðir að
morgni þegar þeir vöknuðu.“
3. Menn sofa betur og verða
afkastameiri við vinnu, ef þeir
skipta nœtursvefninum í tvö
svefntímabil. Margir, einkum
nemendur, hafa sofið frá kl. 8
að kvöldi til kl. 2 að morgni,
unnið síðan í 3 stundir, og lagzt
svo aftur til svefns og sofið frá
kl. 5 til 8 að morgni. En Kleit-
man komst að raun um, að flest-
ir eru afkastaminnstir um lág-
nættið. Með því að kljúfa svefn-
tímann í tvennt, afkasta þeir
minna en ef þeir hefðu sofið í
einrnn dúr.
lf. Maður verður að „vinna upp‘e