Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 77
Hvað er Iífsnautn ? IV.
Hamingjuleit.
Eftir Sir Cyril Burt.
T¥vað fær menn til að fara til
tannlæknis? Sumir gera sér
það að reglu að fara þangað
árlega, en flestir fara aðeins
þegar þeir fá tannpínu. Þeir,
sem leita til taugalæknis, gera
það venjulega ekki til að losna
við sársauka, heldur sálarkvöl,
óhamingju. Þeir kvarta ekki
undan tannpínu, heldur áhyggj-
um, ótta, þunglyndi.
Og á sama hátt og við ger-
um greinarmun á sársauka og
óhamingju, verðum við að gera
greinarmun á hamingju og
skemmtun. Ein vinkona mín,
guðhrædd kona og fimm barna
móðir, varð mjög hneyksluð
yfir því að heyra áhrifamikinn
prest innan kirkjunnar segja í
erindi sínu um lífsnautnina*, að
lífsnautnin væri takmark í
sjálfu sér, og að „jafnvel góð-
vild sé aðeins tæki til lífsnautn-
ar“. „Það er eins og á dögurn
Nóa“, sagði hún: „Etum, drekk-
um og verum glaðir, því á morg-
un kemur flóðið“. Er þetta ekki
* Sjá„ Heimspeki lífsnautnarinnar.“
blátt áfram að kalla yfir sig
kjarnorkusprengjuna ?“
Hún talaði um lífsnautnina
í mjög þröngum skilningi, eins
og þið sjáið. Maður getur verið
vansæll mitt 1 skemmtun, og
hann getur verið sæll, þó að
hann sé kvalinn af sársauka.
Maðurinn hennar kom með
ágætt dæmi. „Manstu“, sagði
hann, „hvernig Tom kom heim
í fyrravetur, allur blár og blóð-
ugur eftir knattspymukapp-
leikinn, og sagði í hrifningu
meðan þú varst að bera á hann
joðið: „Ægilega var gaman,
mamma! Ég hef aldrei skemmt
mér eins vel á æfi minni!“
Hver er þá munurinn á þessu
tvennu — hamingjusömu lífi
og skemmtanalífi? Það er, að
mínu áliti, hlutverk sálfræðinn-
ar að skýra það. Iíingað til
hafa vísindin einkum fengizt
við efnislega hluti og efnislög-
mál. Þau eru aðeins nýbyrjuð
að kanna mannseðlið. Og eitt
af erfiðustu vandamálum, sem
sálfræðingurinn á við að glíma,
—' ic.it