Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 103
KlM
101
ao öll trúarbrögð séu vottur um
bleyðiskap mannanna — alger-
lega óafvitandi bleyðiskap. Þú
hefir ef til vill tekið eftir því,
að það eina, sem við mennirnir
óttumst, er hið óþekkta og
óskiljanlega. Þessvegna verðum
við að fá eitt eða annað til þess
að útskýra það — og þessa út-
skýringu, sem við byggjum allt
á, nefnum við trúarbrögð. Hví-
líka þýðingu hafa erfðavenjurn-
ar fyrir okkur mennina! Hugs-
aðu t. d. um svo nærtækt dæmi
sem uppeldið. Hugsaðu þér, hve
föstum fótum þú stæðir, ef þú
lifðir eftir erfðavenjum, sem
hefðu verið einkenni ættar þinn-
ar í þúsund ár, hve öruggari þú
værir en bróðir þinn eða systir,
ef þau brytu þessar erfðavenjur.
Heldur þú ekki að þú fyndir til
öryggis, en þau til öryggisleys-
is? Ég held það.
Ég skil, að hinir veikbyggðu
verða að hafa lögmál, sem þeir
geta lifað eftir — annars væri
enginn munur á þeim og dýr-
um. Ég á við það, að hinir veik-
byggðu verða að fá lögmálin
upp í hendumar — þeir verða
að fá útskýringu á þeim, þeir
verða að fá loforð um umbun
eða refsingu, annars væru þeir
viljalausir. Hinn sterki er fær
um að skapa sín lögmál sjálfur.
Hann hefir þrek til að hlíta
þeim án loforðs um laun eða
hegningu. Hann veit, að slíkt
leiðir ósjálfrátt af lögmálum
náttúrunnar, án óeðlilegra,
yfirskilvitlegra skýringa. Hann
veit, að ef hann fer eftir lög-
málum sínum, eðlishvöt sinni,
mun hin mikla hamingja heil-
brigðs hugarfars verða dýrustu
launin, sem hann getur öðlazt.
Ég er ekki að halda því fram,
að ég trúi ekki á eilíft líf, en
ég trúi á það á annan hátt en
margir aðrir. Skoðun mín er, að
kenningin um himnaríki sé
töfralyf, ætlað til að létta
gömlu fólki viðskilnaðinn. Mér
finnst hún bera of mikinn keim
af því, sem við myndum óska
okkur umhugsunarlítið. Ég
trúi á eilíft líf fyrir meðalgöngu
barna okkar, en ef til vill enn
fremur vegna verka okkar og
athafna.
Ég trúi því að göfugur mað-
ur geti mætt dauðanum með
gleði og öryggi, ef hann getur
litið til baka yfir gott æfistarf
og ef hann hefir næga skap-
festu til að bera.
Ég er þeirrar skoðunar, að
við skiljum ekki nærri nógu vel
þá ábyrgð, sem á okkur hvílir í