Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 130
128
ÚRVAL
bréf til dóttur sinnar. Kveðju-
bréf. Við höfum lifað saman og
nú deyjum við saman, tveir
félagar. Ég hefi verið í klefa
með Páli. Við höfum hvor sínar
skoðanir, en hann veit hver ég
er, og hvað ég get gefið.
Loks eru það börnin, þau
hafa verið svo tengd mér upp
á síðkastið, og ég var farinn
að hlakka til að sjá þau og vera
með þeim um stund. Hugsunin
um þau hefur glatt mig, og ég
vona, að þau vaxi og verði
manneskjur, sem sjá annað og
meira en veginn. Ég vona, að
hugur þeirra megi dafna óháð-
ur og án einhliða áhrifa.
Berðu þeim kveðju frá mér.
Ég sé hvert stefnir í landinu
okkar, og ég veit, að orð afa
míns eiga eftir að rætast, en
mundu — og þið verðið öll að
muna það — að takmarkið á
ekki að vera, að allt komizt í
sama horf og fyrir stríð, tak-
mark ykkar allra, ungra og
gamalla, á að vera sköpun all-
hliða, mannlegrar hugsjónar,
sem allir geta séð og skynjað,
að er hugsjón okkar allra.
Loks er það hún, sem ég
ann. Komdu henni til að sjá, að
stjörnumar tindra enn og að
ég var aðeins áfangi á leiðinni.
Hjálpaðu henni áleiðis, nú
getur hún orðið hamingjusöm.
1 flýti — þinn elzti og eini
sonur.
Kim.
Utanríkisráðuneytið
Kaupmannahöfn 7. apríl 1945.
Utanríkisráðuneytinu var í gær
lögð sú þunga skylda á herðar að
koma á framfæri við yður tilkynningu
frá umboðsmanni þýzka ríkisins um,
að umsókn yðar um náðun fyrir son
yðar, Kím Malthe-Bruun, hefði verið
synjað, og að dauðadómnum hefði
verið fullnægt í gærmorgun .. . Utan-
ríkisráðuneytið lætur i ljós innilega
hluttekningu í sorg þeirri, sem þér og
fjölskylda yðar hafa orðið fyrir.
F. M.
Nils Svenningsen.
(sign.)
Frú Vibeke Malthe-Bruun.
UKVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16, Reykjavík. Afgreiðsla Tjamar-
götu 4, Pósthólf 365. Fæst hjá bóksölum um land allt.
OTGEFANDI: steindórsprenth.f.