Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 25
KATTAREYJAN 1 KYRRAHAFI
23
kóngar á öllu lostætinu og urðu
stórar og grimmar. Á meðan
eyjarskeggjar reyndu árangurs-
lítið að verja akra sína fyrir
þeim, réðust þær á ungbörnin
heima í kofunum.
Níu árum seinna, árið 1871,
töldu eyjarskeggjar tilgangs-
laust að halda áfram baráttunni
og flutu burtu.
Nokkrir þeirra settust að á
Tahiti, þar sem André Olan,
ungur, franskur ævintýramaður
og kóprakaupmaður heyrði hina
furðulegu söguþeirra. Ævintýra-
löngunin kom þegar upp í hon-
um. Hvað var því til fyrirstöðu,
að hann færi til rottueyjarinn-
ar, slægi eign sinni á hana og
stofnaði þar Suðurhafsríki?
Sex árum síðar, árið 1877,
hafði hann safnað saman 500
köttum, hrúgaði þeim í lestar-
rúm lítillar skonnortu og vatt
upp segl. Hann svelti kettina
til þess að þeir yrðu enn grimm-
ari, þegar þeir kæmu á land á
eynni.
En hann var ekki viðbúinn
hinni hræðilegu slátrun, sem
varð, þegar hann hafði varpað
akkerum á litlu víkinni og
hleypt köttunum á land. Rott-
urnar voru búnar að éta upp
allt ætilegt á eyjunni og voru
svo hungraðar, að þær réðust
ótrauðar á kettina, þegar þeir
komu á land. Hófst nú sá blóð-
ugasti og grimmasti bardagi,
sem André Olan hafði nokkum-
tíma séð. Honum lauk með sigri
kattanna eins og vænta mátti,
og von bráðar höfðu þeir ger-
eytt árásarhernum.
André Olan var ánægður með
för sína. Hann byggði sér snot-
urt hús og kóprageymslu og
settist að í ríki sínu.
Um skeið gekk allt vel. En svo
fóru kettirnir, sem nú voru bún-
ir að ganga að öllum rottunum
dauðum, að fara í ránsferðir í
kjöt- og fiskgeymslur eyjar-
skeggja.
En Olan lét það ekki á sig fá.
Hann var svo þakklátur kött-
unum fyrir að hafa útrýmt
rottuplágunni, að í stað þess að
drepa þá, skipaði hann nokkr-
um af mönnum sínum að veiða
fisk handa þeim. Þetta var
ágætt — fyrir kettina. Þeir
þurfti nú ekki annað að hafa
fyrir lífinu en að baða sig í
sólinni og bíða eftir að matur-
inn væri borinn fyrir þá.
En kettir eru frjósamir, ekki
síður en rottur. Brátt kom að
því, að mennirnir, sem settir