Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 119
KÍM
117
þeir vissu allt. Ég spurði undr-
andi: „Vissuð þiðJá,
þeim var kunnugt um allt. Gott,
hugsaði ég með mér, og lét á
mér skilja, að það væri stutt
síðan ég var afskráður. Þeir
fullyrtu, að Jörgen hefði sagt,
að ég og maður að nafni Knud,
hefðum farið á bát til Svíþjóð-
ar. Ég sagði, að ég hefði komið
til Södernáshamn á skonnortu.
Ég býst við, að þeir hafi haldið,
að ég hafi ekki siglt bátnum
eftir það, því að síðan hafa þeir
ekki minnst á þetta.
Svo komu þeir með lyklana
mína. Það var stór kippa, því ég
var líka með lykla Jörgens. Ég
vildi ekki kannast við, að hann
ætti lyklana. Ég var með tvær
kippur. Þegar þeir komu með
þær, var ég alveg rólegur. Ég
athugaði aðra kippuna og kann-
aðist við, að ég ætti hana. En
þegar að hinni kom, lézt ég
verða forviða og sagði, að ég
ætti ekkert í þessum lyklum.
Þeir spurðu, hver ætti þá. Ég
kvaðst ekki hafa hugmynd um
það. Það var ósatt, því að ég
hafði verið með þá á mér. „Ich,“
sagði ég — steinhissa, og svar-
aði svo, að ég hefði aldrei séð
lyklana fyrr. Ég leit ekki á
þann, sem hafði tekið við lykl-
unum af mér, en ég fann, að
hann fór að efast. Þeir litu allir
af mér á hann. Hann yppti að-
eins öxlum, og síðan hefi ég
ekki heyrt meira um þetta.
Þannig leið dagurinn, ég var í
yfirheyrslum til kvölds. Ég var
sá eini af okkur þrem, sem var
í löngum yfirheyrslum. Þeir
fóru úr einu í annað; sumt var
mér kunnugt um að einhverju
leyti, og það gat ég þrætt fyrir,
en fyrir annað gekk mér ekki
eins vel að þræta, þótt það
slampaðist af.
Ég komst fljótt að því, að
maður mátti ekki segja „nein,“
þ. e. svara spurningum neitandi,
því að þá æstust þeir upp, sögðu
mann ljúga o. s. frv., en ef mað-
ur svarar einhverri vitleysu,
telja þeir, að maður hafi mis-
skilið þá og sé málinu ókunnur,
og láta það oft niður falla.
Mér gremst, hvernig þið lítið
á framkomu mína hér. Hugsið
ykkur Jörgen t. d., hann neit-
aði öllu. Bara að ég hefði gert
það líka. Þeim tókst að toga
þrennt út úr mér. Ég hefði aldrei
átt að segja frá því, að við hitt-
umst heima hjá mér. Ég hefði
átt að neita því, að ég vissi, að
Jörgen væri flokksforingi, og
ég hefði átt að segja, að ég hefði