Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 123
KlM
121
Hinn 5. febrúar var Kím, ásamt
nokkrum öðrum föngum, fluttur til
Fröslevfangabúðanna. En Gestapo
hafði fundið nýjar sannanir gegn
honum, og þegar hann kom til
Fröslev, var nafn hans kallað fyrst upp
og var hann þegar settur í einmenn-
ingsklefa. Þrem eða fjórum dögum
síðar var hann fluttur aftur til Vestra
fangelsis.
27. marz 1945.*
Elsku Hanna.
Ég hefi reykt mikið og veitt
því eftirtekt, að það er þægilegt,
þegar maður er taugaæstur, en
það hefir öfug áhrif, þegar ég
er rólegur. Ég held, að ég kærði
mig ekki um að reykja, ef ég
væri frjáls maður.
Ég hefi oft hugsað um vam-
arræðu Sókratesar. Ég var að
hugsa um hana, þegar ég var
yfirheyrður síðast. Sókrates
segir í formálanum, að hann
viti fyrirfram, hver málalokin
verði að hann muni ekki, á þeim
tíma, sem hann hafi til um-
ráða, geta unnið bug á andúð
þeirri gegn honum, sem um
mörg ár hefir verið að skapast
í þeim, eins og óteljandi nála-
stungur, og er nú orðin hluti
af þeim sjálfum. Hann veit, að
* Fannst eftir dauða Kíms límt
innan í hliðarnar í pappaöskju frá
Hauða krossinum.
það þarf langan tíma til þess að
hylja þessa mynd og skapa
nýja. Ég fann til hins sama.
Þessir menn, sem áttu að yfir-
heyra mig, höfðu í mörg ár lært
að hafa sérstaka skoðun á öll-
um hlutum, og afstaða þeirra til
mín var fyrirfram ákveðin. Mér
voru allar bjargir bannaðar,
ég gat aðeins svarað þeim
spurningum sem lagðar voru
fyrir mig. Mér er ljóst, hvernig
Sókrates hefir verið innan-
brjósts, og ég skil, að sem þrosk-
aður maður, hlaut hann að
breyta eins og hann gerði.
Ég hefi líka oft hugsað um
Jesú. Ég get vel skilið hinn tak-
markalausa kærleika hans til
allra manna og einkum til
þeirra, sem ráku naglana gegn-
um hendur hans. Hann hefir
verið hafinn upp yfir allar
ástríður, frá því að hann fór úr
Getsemanegarðinum. Aðeins
þegar hann vakti, fann hann til
kvíða, eins og Kaj Munk hefir
líka fundið til kvíða, rétt áður
en hann var leiddur út í bifreið-
ina, áður en hann komst á vald
banamanna sinna. Þegar þeir
voru komnir af stað, hefir hann
eflaust fundið, að hann var þeim
meiri maður, og við það hefir
hann öðlast virðuleik og styrk.