Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 61
ER HÆGT AÐ ÖPwFA HEILASTARFSEMINA ?
59
1 sumum tilfellum hafa van-
þroska börn aukið „gáfnaaldur“
sinn — hæfileikann til að leysa
af hendi æ erfiðari athafnir —
helmingi hraðar en vænta má af
heilbrigðu barni á sama tíma.
Eftir sex mánaða skammt
hafði tveggja ára barn, sem ekki
var andlega þroskaðra en átta
mánaða barn, bætt við gáfna-
aldur sinn einu ári og tveim
mánuðum.
Drengur, sem var f jögra ára
og þriggja mánaða að gáfna-
aldri, stóðst, eftir sex mánaða
skammt, próf, sem ætlað var
sex ára og f jögra mánaða barni.
Sumir geðsjúkdómar hafa í
för með sér stöðugt vaxandi
andlega hrörnun; glútamsýra
virðist geta dregið úr eða stöðv-
að slíka hrörnun. Á krampa-
veikum börnum sjást batamerki,
og hegðunargalla, sem oft
fylgja vanþroska í börnum, gæt-
ir einnig minna; börnin eiga
betra með að umgangast leik-
systkini sín, minnið batnar, og
áhugi þeirra fyrir því, sem fram
fer í kringum þau, vex.
Er þetta ótvíræð sönnun þess,
að glútamsýra auki gáfurnar?
Réttara væri ef til vill að segja,
að hún hefji hátternisviðbrögð
barnsins á það stig, sem náttúr-
an ætlast til að sé eðlilegt. At-
huganir, sem víða hafa verið
gerðar áratugum saman, meðal
annars í háskólanum í Iowa,
virðast hafa leitt í Ijós nokkra
andlega framför, ef mataræði
barna og umhverfi hefur tekið
skyndilegum og miklum breyt-
ingum til bóta.
Ekki er sennilegt, að heila-
frumunum fjölgi við glútam-
sýrugjöf; liitt er trúlegra, að
þær frumur, sem eru óvirkar,
vakni til starfa, eða að þær, sem
eru sljóar, örvist til athafna.
Hugsanlegt er, að glútam-
sýran, sem raunverulega er
fæða, komi á kemisku jafnvægi
í heilanum og líkamanurn, sem
raskast hafði af slæmu matar-
æði móðurinnar um meðgöngu-
tímann og ef til vill barnsins
fyrstu mánuðina.
Það eru auðvitað til lyf, sem
skerpa gáfurnar að því er virð-
ist — á meðan áhrifin af þeim
vara. En það er ekkert, sem
bendir til, að verkanir slíkra
lyf ja séu sambærilegar við áhrif
þau, sem glútamsýra virðist
hafa á heilavefina. Auk þess sem
glútamsýra er fæða, sem gefa
má án þess að nokkur skaðleg
áhrif séu sýnileg, jafnvel ung-
börnum.
8*