Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 5
HVERS MÁ VÆNTA?
3
er af. Það eru vatnsefnis- og
kolefnis-atóm, sem framleiða
kjarnorku sólarinnar, og ef við
gætum komizt að því, hvernig
sú orkumyndun fer fram og lært
að hagnýta okkur hana, mundi
orkuvandamál okkar vera leyst
imi alla framtíð. En það væri
kannski betra, að við lærðum
fyrst að hafa hemil á þeirri
kjamorku, sem við höfum þeg-
ar lært að beizla.
Þriðja hugsanlega leiðin er
sú að stæla á einhvern hátt að-
ferð jurtanna við að nota orku
sólargeislanna til að byggja upp
vefi sína af kolefni, vatnsefni
og súrefni. Blaðgrænan hefir
þá náttúru að geta beizlað sól-
arorkuna og notað hana til
efnastarfsemi á þann hátt, sem
mönnunum gengur enn mjög
erfiðlega að líkja eftir í rann-
sóknarstofum sínum.
Ef við gætum uppgötvað hinn
rétta hvata (catalyst), sem
gerði sama gagn og blaðgræn-
an, gætum við sett stór, grunn
ker, full af vissum efnum, á
móti sólu, og á þann hátt fram-
leitt orku, sem hægt yrði að
leiða í dýnamóa, er knýjamyndu
stór orkuver. Mikið hefir þegar
verið unnið að rannsóknum í
þessa átt, og vel er hugsanlegt,
að ef eins miklu væri fórnað til
þessara rannsókna og lagt var
í kjarnorkusprengjuna á sínum
tíma, mundi lausnin finnast
innan fimm ára. Sú hætta væri
auðvitað fyrir hendi, eins og við
kjarnorkurannsóknimar, að nið-
urstaðan yrði neikvæð, en það
er engin ástæða til að ætla, að
beizlun sólarorkunnar á þennan
hátt mætti ekki gera fjárhags-
lega hagkvæma.
Sir Henry Dale spáði því í er-
indi sínu um kjarnorkuna, sem
hann flutti í brezka útvarpið,
að ein þýðingarmestu not okk-
ar af efnum, sem við höfum
lært að gera geislamögnuð með
kjarnorkusprengingu, yrðu ef
til vill þau, að með því að geisla-
magna næringarefni jurta, gæt-
um við fylgst með þeim í vef j-
um jurtanna og komizt á þann
hátt að því, hvernig jurtin hag-
nýtir sólarljósið til að byggja
upp lífræn efnasambönd úr
frumefnum.
Fjórða hugsanlega leiðin væri
ný og bætt aðferð til að geyma
og flytja raforku. Eins og nú
er háttað, lekur rafmagnið úr
leiðslum okkar eins og vatn úr
götóttum vatnsleiðslum, og um
langvarandi geymslu rafmagns
er alls ekki að ræða.