Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 58
56
tJRVAL
Hann hélt áfram með rauna-
mæddri röddu:
„Við erum afar illa stæðir
f járhagslega. Mánaðarlega verð-
um við að selja eitthvað — mál-
verk, gimstein, teppi — til þess
að hafa ofan í okkur og á. Eign-
ir hans háfgöfgi þverra þannig
smámsaman. Fyrir nokkrum
vikum heimsóttum við krón-
prinsessuna, sem býr með
börnunum í Bad Kissingen.
Imyndið yður það ferðalag — í
fjögurra hestafla Opel, eftir
Mereedesinn okkar ...“
„Hvað hugsið þér til framtíð-
arinnar ?“ skaut ég inn í.
„Fyrst verður auðvitað að
reka Rússa burt frá Berlín. Þá
förum við þangað. Til allrar
hamingju varðveita Bandaríkja-
menn ennþá kjarnorkuleyndar-
málið. Það, sem þýzku þjóðina
vantar, er þingbundin konungs-
stjórn, eins og er í Englandi.“
Og augu gamla þjónsins
leiftruðu enn einu sinni við til-
hugsunina um, að eftir þrjátíu
og fimm ára dygga þjónustu
mundi ef til vill sá dagur koma,
sem hann hafði dreymt um, að
hann yrði skipaður siðameistari
við konungshirðina á Þýzka-
landi.
★ 'k
Ekki dauður úr öllum æðum.
Þrír öldungar voru að stytta sér stundir með því að ræða um
það, á hvem hátt þeir kysu helzt að skilja við þennan heim.
Sá fyrsti, sem var 75 ára gamall, sagðist helzt vilja fara fljótt,
t. d. í bílslysi.
Annar, sem var 85 ára, sagðist líka vilja fá skjótan endi, en
vildi heldur deyja i flugslysi.
„Þetta finnst mér óskemmtilegur dauðdagi, hvorttveggja,"
sagði sá þriðji, sem var 95 ára. „Ekki gæti ég hugsað mér betri
dauðdaga en að falla fyrir byssukúlu frá afbrýðisömum eigin-
manni.“
— Variety.