Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 125
KÍM
123
hljóður og lotningarfullur og
það er hátt til lofts í huga
manns. í slíku umhverfi verður
afstaða manns til þeirra, sem
nálægt standa, önnur en áður.
Heldur þú, að faðir, sem stend-
ur á kirkjugólfinu og sér kon-
una, sem hann elskar, halda
barni þeirra undir skírn, heldur
þú, að hann veiti öðrurn kirkju-
gestum sérstaka athygli, og
heldur þú ekki, að hugur hans
sé samt sem áður fullur af yl
og elsku, og að honum þyki
vænt um alla, sem nálægir eru?
Þegar ég fór í yfirheyrsluna,
kom mér allt í einu í hug: „Þið
ættuð að koma með mér út í
skóg stundarkorn, þið mynduð
breytast, ef til vill ekki varan-
lega, en þó þannig, að þið gætuð
um stund séð og skilið hinn ó-
endanlega heim, sem umlykur
ykkur, en þið skynjið ekki.“
Og mér datt í hug: „Ætli þessir
menn hafi nokkurn tíma séð
tunglið speglast í kyrri skógar-
tjöm eða vindinn leika sér í
grasinu?"
Ég talaði lengi við félaga
mína í gær, og fann í fyrrta sinn
til þess í alvöru, að mig langar
að skrifa leikrit, og ég veit um
hvaða efni.
Ég sá dhnman fangaklefann,
þar sem tunglskinið varpaði
skuggum járnrimlanna á vegg-
inn. Fjórir menn liggja á gólf-
inu og tala saman, og hver hef-
ir sínar hugsjónir, hugmyndir
og sannfæringu, og skapgerð
þeirra og viðhorf er gerólík.
Allt í einu varð mér ljóst, hve
mikið vantar á, til þess að við
verðum frjáls þjóð. Frjáls þjóð,
þar sem hver maður hefir sína
skoðun og þorir og getur staðið
við hana fyrir guði og mönnum,
og ekki þannig, að hún sé að-
eins bergmál umhverfis eða
eftiröpun annara skoðana.
Eftir uppgjöf Þjóðverja fannst í
Vestra fangelsi bréf, sem Kím hafði
fengið frá Nittu í lok febrúar og
aftan á þetta bréf hafði hann skrifað
eftirfarandi, sýnilega sér til hugar-
hægðar, en alls ekki með það fyrir
augum, að það yrði lesið. örkin var
þétt skrifuð með örsmárri skrift, og
ritgerðin hefur átt að halda áfram,
þvi að örkin var merkt 1. Ef hann
hefir skrifað meira, er það glatað.
Sjónarvottar innan fangelsisins skýra
svo frá, að Kím hafi verið borinn
meðvitundarlaus upp í klefa sinn
eftir misþyrmingar.
3. marz 1S45.
I gær sat ég við borðið. Ég
horfði undrandi á hendur mín-
ar, þær titruðu. Ég fór að hugsa
um það. Þetta hefir þá líka