Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
lífinu — að við erum liður í
framþróun heimsins, og að í
hvert skipti, sem við bregðumst,
veikjum við þann grunn, sem
börn okkar og barnaböm eiga
að byggja á. Það er óendanlega
margt, sem við mennirnir fáum
aldrei skilið, en ég held, að það
sé miklu einfaldara og óbrotn-
ara, en við viljum vera láta.
Lögmál náttúmnnar em ein-
föld og fögur, en lög mannanna
flókin og margbrotin.
m.
Hellerup, 6. jan. 1942.
Kæra Nitta.
Getur þú fyrirgefið mér, að
ég hefi ekki skrifað þér fyrr,
enda þótt mig langaði til að
segja þér frá allri hamingju
minni og gleði. Þú getur ímynd-
að þér, hvað ég var feginn að
koma heim. Þegar ég kom inn
á jámbrautarstöðina, hringdi
ég til Hönnu, og hún sagði, að
sér hefði verið boðið að borða
hjá kunningjafólki. Við ákváð-
um að hittast á brautarstöðinni,
og láta engan vita, að ég væri
kominn.
Endurfundurinn á brautar-
stöðinni varð öðruvísi en ég
hafði búizt við. Það var ekki eins
mikill ákafi og maður hefði get-
að hugsað sér, en hrifningin var
þeim mun meiri.
Þú getur ekki gert þér í hug-
arlund uppnámið, sem varð
heima, þegar ég kom heim á
hæla Hönnu.
Þegar ég var búinn að vera
heima í þrjár mínútur, var mér
alveg óskiljanlegt, að ég hefði
verið staddur sama dag í Sví-
þjóð, í ljósadýrð og jólays
Stokkhólms, og að ég hefði ver-
ið skipverji á „Jóhönnu“ fyrir
tveim dögum. Það var ómögu-
legt að trúa því. Mér fannst
óralangt síðan ég var í Finn-
landsferðinni.
Þú skrifar, að þú vitir ekki,
hve mikinn tíma ég muni hafa
til lesturs fyrsta árið. Ég get
varla svarað þessu sjálfur, en
ég veit, að maður getur næstum
alltaf haft nokkurn tíma til lest-
urs, ef maður kærir sig um,
enda þótt maður sé dauðþreytt-
ur og í slæmu skapi.
Nitta, þú skrifaðir í bréfinu
til mín: „Áfram, áfram skaltu
halda, aldrei staðnæmast, og
veittu því athygli, sem þér þyk-
ir skemmtilegast, svo að þú get-
ir snúið þér að því seinna." Það
er dásamlegur sannleikur fólg-
inn í orðum þínum. Ég hefi
hugsað mikið um þau í seinni