Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 39
EINTAL 1 DÝRAGARÐINUM
37
aðeins amerískir apar, sem liafa
griphala? Flestir halda, að all-
ir apar geti hangið á hölunum,
en svo er ekki.
Þarna hinumegin eru babún-
amir. Þeir lifa næstum alltaf í
hópum, sem stjórnað er af ein-
ræðisherra. Á meðan hann ræð-
ur, eru allir kvenaparnir í
hópnum hans eign. En dýrðin
stendur venjulega ekki lengi.
Nokkrar vikur í hæsta lagi; þá
er hann annað hvort drepinn
eða einhver sterkari api flæmir
hann burtu. Babúnar geta verið
grimmir, og jafnvel Ijón eru
hrædd við þá.
Mandrillinn, þessi þama, sem
er eins og enski fáninn í annan
endann og sólsetur í hinn, er
líka hugaður. Hann getur stökkt
hlébarða á fiótta einn síns liðs.
Mandrillarnir éta skorpíónur
(eitraðar köngulær). Þeir grípa
þær í sandinum og draga úr
þeim eiturbroddinn með fingr-
unum.
Og nú skulum við líta á fisk-
búrin. Ég ætla að biðja þig að
taka eftir augunum á fiskunum,
það er dálítið sérkennilegt við
þau. Á þeim fiskum, sem eru
æti annara sjávardýra og alltaf
þurfa að vera varir um sig, em
augun sinn hvorum megin á
höfðinu, til þess að sjónsvið
þeirra sé sem allra stærst. En
á ránfiskunum, eins og t. d.
geddunni og silungnum, eru aug-
un framan í höfðinu og náin.
Sjón þeirra er „stereoskópisk",
þ. e. þeir geta dæmt mjög ná-
kvæmlega um fjarlægðir, en
til hliðanna eða aftur fyrir sig
sjá þeir lítið eða ekki.
Annað athyglisvert við fiska,
sem fáir vita, er það, að fersk-
vatnsfiskar drekka aldrei vatn,
en það gera sjávarfiskarnir aft-
ur á móti. Það er lífshættulegt
fyrir ferskvatnsfiskinn að
drekka í sig of mikið vatn. Það
er þessvegna, sem þeir eru
miklu slímugri en sjávarfisk-
ar. Ef slímið er skafið af og
fiskurinn settur aftur í vatnið,
verður hann vatnsósa og deyr
von bráðar.
Fiskarnir synda ekki með
uggunum, eins og margir halda.
Þeir synda með því að bugða
bolinn. Uggarnir eru aðeins
jafnvægistæki.
Hérna er mjög merkilegur
fiskur. Hann heitir „cichild“
(Pincher bar það fram sisslíd).
Hrygnan fæðir lifandi unga.
Því næst taka fullorðnu fisk-
arnir seiðin upp í sig, til
öryggis. Allt að 1300 seiði hafa