Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 122
120
TjRVAL
ar ég sé hvað Gestapomennirnir
og svikararnir eru órólegir þeg-
ar þeir þurfa að fara inn í borg-
ina. Þrátt fyrir allt er ég ólíkur
þeim.
22. jan. 1945.
Here I am again, my dear
little love. Það var svo margt,
sem ég ætlaði að segja þér í
gær, en kom ekki orðum að. Ég
skrifa þér svona oft, ekki af því
að mér finnist ég komast í sam-
band við þig, heldur af því, að
mér líður svo vel, þegar ég sit
og skrifa í ró og næði og festi
hugsanir mínar á pappírinn ...
Ég þakka þér fyrir bréfið,
sem ég er nýbúinn að fá, það er
yndislegt að heyra frá ykkur
þarna úti. Sjáðu nú til, þegar
ég segi eitthvað við þig, þá er
ég ekki að finna að við þig, en
ég vil hjálpa þér, og ég vil að
þú skiljir, að við erum svo ná-
tengd, að aðfinnslur koma ekki
til greina, en aðeins þrá til meiri
fullkomnunar. Getur þú ekki
hagað þér eins og folald, sem
kemur í fyrsta sinn á gras. Þú
sérð folaldið, hefir gaman af
því og veizt, að þannig getur þú
farið að. En svo verður þú vör
við, að ég stend við girðingar-
hliðið og horfi á þig. Elskan
mín, heldur þú að mér þyki
ekki vænst um folaldið, þegar
það bregður á leik, enda þótt
ég kunni að hasta á það. Ég
veit, að þú getur ekki gefið þig
voninni á vald, meðan ég stend
rólegur við hliðið og horfi á
þig, en ég skal segja þér, ég er
líka eins og folald og ég stend
ekki við hliðið og horfi á þig,
vorið er orðið of bjart, og
ég iða af lífi og fjöri. Hjarta
mitt er hjá þér, já, hjarta mitt
er ekkert annað en iðandi og
fagnandi vor, sem dansar með
þig yfir engið. Ég þrái þig af
öllu hjarta — þig sjálfa, að
finna yl þinn, og helzt af öllu
— sál þína, svo að sálir okkar
beggja geti leikið sér saman
sælar og glaðar. Vertu nú eins
og folaldið, sem bregður á leik
af eintómri gleði og ræður varla
við sig.
Ég vildi, að þú hefðir gægzt
inn í hjarta mitt og virt fyrir
þér það, sem þar var að sjá og
að þú hefðir fylgzt með hugs-
unum mínum.
Þú segir, að þú munir aldrei
skilja mig til fullnustu, það
gerir ekkert til, aðeins ef við
erum svo samrýnd, að við get-
um leikið okkur eins og folöld
á grænu engi á vordegi.
Kím.