Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 20
18
ÚRVAL
kom ég á staði, sem lánsamt fólk
getur ekki ímyndað sér, hvernig
voru.“
Hún þagnaði og leit á mig
alvörugefin. „Það er erfitt að
skýra það,“ sagði hún, „en von-
bráðar varð ég eitt með þessu
fólki. Ég lifði ekki einu, heldur
mörgum lífum. Ég var sótarinn,
konan, sem seldi fölnaðar f jólur
á torginu. Og því meir sem ég
kynntist myrkrinu, því ákafar
þráði ég að boða sannleikann
um ljós heimsins.
Ég byrjaði með því að túlka
hann í tónum. Ég settist út í
horn í veitingastofunni með
gítarinn minn og byrjaði á fjör-
ugri vísu. Kliðurinn í salnum
lækkaði og fólkið fór að hlusta.
Svo reyndi ég sálm. Ég notaði
alltaf tónlistina, og herinn hefir
haldið því áfram síðan, því að
hún talar beint til hjartnanna.
Hún vekur ekki deilur, heldur
viljann til að fylgja. Hún vekur
endurminninguna um allt hið
góða, sem við höfum kynnzt, og
löngunina til að finna það aft-
ur.“
Átján ára var Evangeline
gerð að lautinant. Hún bjó í her-
bergiskytru í einu fátækrahverf-
inu. Búslóðin var tveir stólar og
lélegt rúmstæði.
„Við áttum marga óvini á
þessum árum,“ segir hún. Víg-
orð okkar „bjargið þeim sem
eru í hættu, huggið þá sem eru
dauðvona" hljómaði illa í eyrum
betri borgara. Þeir sögðu, að við
værum að ala á óánægju meðaí
fátæklinganna. Okkur var ekkí
leyft að halda samkomur í kirkj-
unum. Brunaliðið beindi að okk-
ur vatnsdælum sínum. Dómar-
arnir dæmdu hermenn okkar í
langar fangelsisvistir fyrir að
valda óspektum á almannafæri.
Oft kom það fyrir, að trúleys-
ingjar og götustrákar, vopnaðir
grjóti og bareflum, hleyptu upp
samkomum mínum. Við Hjálp-
ræðishermenn áttum að biðja
fyrir óvinum okkar. En ég fann
aðrar leiðir til að blíðka þá. Einu
sinni kom það fyrir, að maður
nokkur kastaði steini í mig, svo
að blæddi úr handleggnum. Ég
fór rakleitt til hans og sagði:
„Hérna, bittu um þetta. Þú gerð-
ið þetta, það er bezt þú gangir
frá því.“ Maðurinn varð undr-
andi, en breyttist samstundis úr
óvin í vin. Hann batt um hand-
legginn, og seinna gekk hann í
herinn.
I hvert skipti, sem ég stóð
andspænis trylltum múg, sneri
ég mér til forsprakkans og bað