Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 9
HVERS MÁ VÆNTA?
7
vatnsefni í þrjú meginefnasam-
bönd — sykur, kolvetni og tréni
(cellulose). Trénið, sem er meg-
inefnið í vefjum plöntunnar, er
ekki annað en þráðlaga sykur-
sameindir (mólekýl). Ef við
gætum lært að greiða í sundur
þessar sameindir: þ. e. breyta
tréninu í sykur, þyrftum við
ekki framar að rækta sykurreyr
eða sykurrófur; í stað þess
mundum við vinna sykur úr
trjávið eða jafnvel hálmi og
heyi, eins mikið og okkur lysti.
Þetta er þegar hægt að gera,
en ekki enn á jafnódýran hátt
og við venjulega sykurrækt. Það
er misskilningur að halda, að
slíkur sykur sé gerviefni á borð
við saltkarín; hann er alveg
jafngóður og sama eðlis og syk-
urinn, sem við notum nú.
Að lokum geta vísindin stuðl-
að að bættri geymslu á matvæl-
um. Þurrkun matvæla mun taka
framförum, en meiri framfara
er þó að vænta á sviði hrað-
frystingar. Nokkur afturkipp-
ur kom í þessa merku nýjung á
stríðsárunum, en ekki er vafi á,
að hún á mjög mikla framtíð
fyrir sér.
Flest matvæli, svo sem ávext-
ir, grænmeti, kjöt og fiskur,
geymast óskemmd með öllu um
langan tíma, ef þau eru hrað-
fryst.
Næst skulum við athuga
fatnaðinn; og get ég þá ekki
stillt mig um að minnast fyrst á
það, sem er á vörum allra kvenna,
þó að enn séu þær ekki allar
búnar að fá það á fæturnar —
en það er nylonið. Nylon (fram-
borið nælon) er jafnvel enn
merkilegra efni en kvenfólkið
heldur. Það er ekki aðeins nafn-
ið á nýjustu sokkategundinni;
það er bylting í fatagerð, sem er
rétt byrjuð.
Með uppfinningu rayons og
annarra gervisilkiefna tókst
mönnum aðeins að losna við
milliliðastarfsemi silkiormsins.
Silkiormurinn öðlaðist heims-
þýðingu við það að tyggja trén-
ið, sem mórberjalaufin bjuggu
til úr kolefni, súrefni og vatns-
efni, leysa það upp í lítilli efna-
verksmiðju í iðrum sínum, og
kreista síðan upplausnina aftur
úr sér sem fínan, sterkan silki-
þráð. Gervisilki erbúiðtilúrtréni
á nákvæmlega sama hátt, aðeins
eru efnaverksmiðjurnar stærri
en þær sem eru í iðrum sikli-
ormsins. En þó að við hefðum
þannig losnað við milliliðastarf
ormsins, vonim við enn háð hin-