Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 80
78
TjRVAIi
Ef þú slærð t. d. nótuna As á
píanóið og samtímis A einni
áttundu ofar, finnst þér það sker-
andi falskur hljómur, en þegar
þessir mishljómar eru tengdir
saman í tónaröð eins og í kór-
laginu „Wach auf“ í 3. þætti
Meistarasöngvaranna, auka þeir
raunverulega nautnina af hin-
um breytilegu samhljómum.
Sumir hafa notað þetta und-
arlega fyrirbrigði sem rök fyrir
því, að heimur þar sem ekkert
andstreymi væri til, mundi
verða eins steinrunninn, svip-
laus og leiðinlegur og sálma-
lag, sem ekki er í nokkur mis-
hljómur.
Af þessu leiðir, að öruggasta
leiðin til að njóta lífsins er að
velja þær nautnir, sem þróast
geta stig af stigi eins og stef
í hljómkviðu. „Það er meiri
nautn fólgin í að leita en að
finna“.
Hvað er þá hamingja? Sál-
fræðingurinn skilgreinir hana
þannig: „Hamingja sprettur
upp af samræmdum athöfnum
vel skipulagðs persónuleika, röð
athafna, þar sem allar óskir og
Ianganir mannsins styðja hver
aðra í stefnu að sama marki“.
Með öðrum orðum, ef þú vilt
vera hamingjusamur, verðurðu
að leitast við að fullnægja ekki
aðeins einstökum blindum eðlis-
hvötum, heldur öllum persónu-
leika þínum. Ef meginstarf
þitt í Iífinu — atvinna þín utan
eða innan veggja heimilisins
— stuðla að því að svo geti
orðið, ertu vissulega vel settur.
En sálfræðingurinn vill einn-
ig minna þig á, að í persónu-
leika þínum býr ekki aðeins til-
finning, heldur einnig vit og
vilji. Og í samræmi við það
vil ég leggja áherzlu á eina
tegund nautnar, sem mér finnst
að fyrri ræðumenn hafi ekki
gefið nægan gaum. Það má
kannske kalla það vitsmuna-
lega nautn. Það er sú tegund
fullnægingar, sem vísindamað-
urinn sækist einkum eftir. Hún
þarf ekki að vera nein háspeki.
Áhuginn á krossgátum, talna-
þrautum, gáfnaprófum og öðru
slíku er ljós vottur þess, að
öllum þykir gaman að glíma
við vitsmunaleg viðfangsefni,
ef þau eru við þeirra hæfi.
Og enn er eitt, sem ekki má
gleymast. Sérhver einstakling-
ur er einnig hluti af heildinni,
Jafnvel þær eðlishvatir, sem
við höfum erft frá forfeðrum
okkar í dýraríkinu, miða ekki
aðeins að velferð einstaklings-