Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 30
28
TjRVAIi
ekki fengið streptomycin, væru
þeir löngu dauðir, og raunar má
vel vera, að þeim sé batnað að
fullu.
Meðan þessar tilraunir stóðu
yfir, eyddu amerískir lyf jafram-
leiðendur miljónum dollara til
þess að reisa verksmiðjur, er
framleiddu lyfið. Þeir byggðu
risastór gerjunarker, þar sem
baktería Waksmans átti að
framleiða streptomycin, og þeir
reistu verksmiðjur, þar sem
vinna átti lyfið úr gerjunarvökv-
anum.
Framtíð þessa mikla fyrir-
tækis var í mikilli tvísýnu. Ef
streptomycin reyndist gagns-
laust, myndu framleiðendurnir
tapa miljónum. Þar við bættist,
að þeir seldu ekki það litla magn,
sem þeir framleiddu. Þeir gáfu
það ýmsum viðurkenndum
stofnunum til tilrauna. Það
var svipuð saga og með penicill-
ínið; Bandaríkjastjórn tók þó
mikinn þátt í framleiðslukostn-
aði þess, en kostnaðinn við
framleiðslu streptomycins urðu
frarnleiðendurnir að bera einir.
Brátt tóku svörin um gagn-
semi lyfsins að berast. Það var
nærri óbrigðult við tularemia
(kanínuveiki). Sextíu og þrír
sjúklingar af sextíu og sjö urðu
albata innan fárra daga. Lyfið
læknaði eitt hundrað sjötíu og
eitt af f jögur hundruð níutíu og
níu þvagrásarbólgutilfellum, og
eitt hundrað fjörutíu og fimm
sjúklingum með sama sjúkdóm
batnaði að mun.
Það reyndist líka allvel við
lífhimnubólgu: af fimmtíu og
þrem sjúklingum urðu þrjátíu
og sex albata, en þrem batnaði
nokkuð.
Það var fljótgert að sanna
lækningargildi lyfsins, þegar um
þessa sjúkdóma var að ræða,
því að annaðhvort batnaði sjúkl-
ingunum fljótlega eða þeir dóu.
En berklasýkillinn er aftur á
móti seinvirkur, og það þurfa
að líða mánuðir eða ár, unz full-
víst er, að berklasjúklingur sé
albata.
En þó er þegar hægt að segja,
hvaða þýðingu streptomycin
hafi og að hvaða gagni það
muni koma í baráttunni við
berklana. Það er sjálfsagt að
nota það, þegar um heilahimnu-
berkla eða útsæðisberkla er að
ræða. Það er fullsannað mál.
En fólki hættir til að hugsa
sér berkla sem einn sjúkdóm.
Það eru þeir ekki, heldur marg-
ir sjúkdómar, og fer tegundin
eftir því, hvar berklasýkillinn