Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 107
KÍM
105
á lampanum þínum, og hann er
ofjarl minn. Ég ligg næstum
ósýnilegur á rúmstokknum þín-
um — ég ligg og horfi á þig —
ó, að ég væri ekki svona f jar-
lægur og vanmáttugur, ó, að ég
gæti sigrast á lampanum þínum
og látið þig koma auga á mig
— ég færist hægt, óendanlega
hægt yfir ábreiðuna þína — þú
situr uppi og ert að skrifa. Nú
hættir þú að skrifa og augna-
ráð þitt verður f jarrænt. Hanna,
Hanna, horfðu á mig. Ég er hér,
líttu aðeins einu sinni á mig —
en þú sérð mig ekki og ferð að
skrifa á ný. Ég færi mig nær,
ég er að verða að engu í skini
lampans — en ég tek ekki eftir
því, því að ég hugsa um það
eitt að drekka í mig mynd þína.
Nú leggstu fyrir aftur og lætur
þig dreyma, svo lokar þú bók-
inni, leggur hana frá þér, ferð
fram úr rúminu og dregur
gluggatjaldið frá. Það er dreym-
andi blær í augum þínum, þú
leitar mín í fjarskanum, en
Hanna, horfðu nú á mig, ég er
hjá þér. Þú skalt ekki láta
hugsanir þínar reika um geim-
inn, til þess að leita minna hugs-
ana, því að ég er hjá þér. Nú
gengur þú hægt frá mér, nú fæ
ég sjálfsagt leyfi til að liggja
á ábreiðunni þinni, allt er svo
hreint og ósaurgað, að mér ligg-
ur við að gráta. Ég líð óendan-
lega hægt yfir rúmið þitt, kyssi
andlit þitt andartak, en þá
grettir þú þig ofur lítið. Þú
snýrð þér í rúminu og ég hími
vonsvikin á stokknum. Svo líð
ég yfir gólfið, snerti ilskóna
þína, og kemst við, þegar ég
hugsa um, hve þeir eru í nánum
tengslum við þig. Svo neyðist
ég til að læðast út þangað, það-
an sem ég kom, og víkja fyrir
dagrenningimni. Fyrirgefðu
mér elskan, ef ég ónáðaði þig
og olli þér órólegs svefns.
Sólin er að koma upp, það
roðar í austri og loftið er hreint
og tært, en yfir jörðinni hvílir
húmið enn. Ég stend við borð-
stokkinn og býð hinn komandi
dag velkominn. Ég stend graf-
kyrr, og dirfist ekki að hreyfa
mig, af ótta við að ég raski
þessari guðdómlegu ró, sem rík-
ir umhverfis mig.
Hellerup, 4. des. 1943.
Kæra Nitta.
Ég veit ekki, hvort þú hefur
frétt, að það er búið að afskrá
mig. Ég kom heim fyrir viku
og var slæmur í hnénu. Lækn-