Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 106
104
tJRVALi
unloftið, fugl, sem flýgur allt
í einu yfir höfuð okkar —
óendanlegur heimur — svo
undrafögur mynd, að orðfáekki
lýst. Það er náttúran og meira
en hún. Hjarta, sem slær, annað
hjarta, sem slær, tvö hjörtu
sem slá þarna úti í frjálsri nátt-
úrunni, undir berum himni, eru
þau ekki hið fegursta og hrein-
asta, sem allir leita að, en á svo
heimskulegan hátt.
Hinn 15. ágúst 1942 byrjaði Kim
á eins árs stúdentsprófsnámskeiði
„Ahms“, með það fyrir augum, að
innritast í sjóliðsforingjaskólann að
prófi loknu. Um sama leyti fór Hanna
upp í sveit, til þess að læra mat-
reiðslu.
Þegar Kim hafði stundað námið í
mánuð, tilkynnti námsstjórinn hon-
um, að vonlaust væri að hann næði
prófi, og væri réttast að hann hætti
þá þegar. Kím hélt áfram náminu.
Þegar leið að prófinu, gengu að-
eins þrír upp til prófsins af öllum
hópunum, og tveir stóðust það. Ann-
■ar var Kím.
Hinn 29. júní 1943 varð hann stærð-
fræðideildarstúdent, en einkunn hans
var of lág til þess, að hann gæti borið
sigur úr býtum í viðureigninni við
sextíu umsækjendur með góð próf,
sem kepptu um hin þrjátíu sæti liðs-
foringjaskólans. Hann fór því aftur í
siglingar.
Hann las af svo miklu kappi þetta
ú.r, að hann hafði lítinn tíma til bréfa-
■skrifta.
IV.
1. ág. 1943.
Ég hefi ráðið mig sem háseta
á skonnortuna „Ernu frá
Marstal." Nú hefst nýr þáttur í
lífi mínu. Eg vona, að hann
verði mér til góðs og ég hafi
hæfileika til að nota sérhvert
tækifæri til þess að auka þekk-
ingu mína.
5. ág. 1943.
Kæra Hanna.
Ég er einn í stýrishúsinu, sem
er lýst upp með olíulampa. Það
er dauðakyrrð í skipinu, allir
sofa. Ég sit hér einn og vaki
yfir því, að allt fari eins og það
á að fara. Við liggjum við fest-
ar. Skipið ruggar í mjúkri und-
iröldunni, sem er afleiðing
stormsins í gær.
Ég sit með hönd undir kinn
og skrifblokkina á hnjánum.
Ég styð fótunum á pílára stýr-
ishjólsins — dyrnar eru opnar.
Fyrir utan dyrnar er sem sjái
silfurstráða braut. Tunglið staf-
ar geislum sínum á sjóinn og
skipið. Hugsanir mínar fara eft-
ir þessari braut til ævintýrs-
ins dásamlega, en það er Hanna.
Ég læðist eins og mánageisli
inn í herbergið þitt, Hanna, þú
sérð mig ekki, því það er ljós