Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 121
KlM
119
sem aðrir taka svo nærri sér.
Ég get ekki að mér gert að
hugsa til handtöku minnar. Ég
held, að þú hafir verið alveg ró-
leg.
Eins og þú getur skilið, hefir
margt komið fyrir mig, meðan
ég hefi verið hér í haldi. Þú
mátt ekki hrista höfuðið, en ef
mér tekst ekki að sleppa, hefi
ég ekkert á móti því að fara til
Þýzkalands, til þess að lifa
hrunið innan landamæra þess.
Það verður fróðlegt, og þú get-
ur reitt þig á mig, því að mér
þykir ótrúlegt, að margir hafi
eins góð skilyrði og ég til að lifa
það af.
Ég hefi alltaf haft það á til-
finningunni, að allt, sem fyrir
mig kom hafi haft sína þýðingu,
og öll þessi atburðarás þokað
mér áfram að einhverju
ákveðnu takmarki. Þessi til-
finning er nú sterkari en nokkru
sinni fyrr. Mér finnst ég hafa
verið gabbaður, ef ég annað-
hvort slepp ekki út og get tekið
þátt í fagnaðarlátum stríðslok-
anna hér heima eða verð ekki
sjónarvottur að harmleiknum,
sem nú er að hefjast í Þýzka-
landi.
Hvernig sem þú lítur á þetta,
þá held ég að þér finnist það
sama og mér, að líf okkar fari
eftir ákveðnum brautum, og
það, sem fyrir okkur kemur, sé
okkur ætíð til mestrar ham-
ingju.
Að einu leyti hefi ég breytzt,
meðan ég hefi verið hér fangi.
Áður langaði mig til að finna að
við þig og laga þig til eftir mínu
höfði. Nú er ég hættur því og
hjá þér finn ég meiri frið og
meira öryggi en nokkru sinni
fyrr. í augum mínum ertu um-
vafin mildu ljósi, svo mildu, að
ég þrái þig raunar alls ekki, en
þó svo björtu, að ég vildi ekki
fyrir nokkurn mun vera án þín,
já, ég finn, að ég væri ekki leng-
ur ég sjálfur, ef ég ætti þig
ekki. Ég bíð þess með eftirvænt-
ingu, hvort ég eigi að fara til
Fröslevfangabúðanna í kvöld
eða hvort það er gabb eins og
oft áður. Það ætti að minnsta
kosti að fara að líða að því, því
að rannsókn máls míns er nú
senn lokið.
Ég gæti sagt, að þar til í dag
hafi ég verið svo heppinn að lifa
tilbreytingarsömu lífi. Það er
dásamlegt að lifa, ég veit ekki
ennþá, hvernig er að deyja, en
það hlýtur að vera mikilfeng-
legasti viðburðurinn í lífinu.
Mér verður hugsað til þess, þeg-