Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 121

Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 121
KlM 119 sem aðrir taka svo nærri sér. Ég get ekki að mér gert að hugsa til handtöku minnar. Ég held, að þú hafir verið alveg ró- leg. Eins og þú getur skilið, hefir margt komið fyrir mig, meðan ég hefi verið hér í haldi. Þú mátt ekki hrista höfuðið, en ef mér tekst ekki að sleppa, hefi ég ekkert á móti því að fara til Þýzkalands, til þess að lifa hrunið innan landamæra þess. Það verður fróðlegt, og þú get- ur reitt þig á mig, því að mér þykir ótrúlegt, að margir hafi eins góð skilyrði og ég til að lifa það af. Ég hefi alltaf haft það á til- finningunni, að allt, sem fyrir mig kom hafi haft sína þýðingu, og öll þessi atburðarás þokað mér áfram að einhverju ákveðnu takmarki. Þessi til- finning er nú sterkari en nokkru sinni fyrr. Mér finnst ég hafa verið gabbaður, ef ég annað- hvort slepp ekki út og get tekið þátt í fagnaðarlátum stríðslok- anna hér heima eða verð ekki sjónarvottur að harmleiknum, sem nú er að hefjast í Þýzka- landi. Hvernig sem þú lítur á þetta, þá held ég að þér finnist það sama og mér, að líf okkar fari eftir ákveðnum brautum, og það, sem fyrir okkur kemur, sé okkur ætíð til mestrar ham- ingju. Að einu leyti hefi ég breytzt, meðan ég hefi verið hér fangi. Áður langaði mig til að finna að við þig og laga þig til eftir mínu höfði. Nú er ég hættur því og hjá þér finn ég meiri frið og meira öryggi en nokkru sinni fyrr. í augum mínum ertu um- vafin mildu ljósi, svo mildu, að ég þrái þig raunar alls ekki, en þó svo björtu, að ég vildi ekki fyrir nokkurn mun vera án þín, já, ég finn, að ég væri ekki leng- ur ég sjálfur, ef ég ætti þig ekki. Ég bíð þess með eftirvænt- ingu, hvort ég eigi að fara til Fröslevfangabúðanna í kvöld eða hvort það er gabb eins og oft áður. Það ætti að minnsta kosti að fara að líða að því, því að rannsókn máls míns er nú senn lokið. Ég gæti sagt, að þar til í dag hafi ég verið svo heppinn að lifa tilbreytingarsömu lífi. Það er dásamlegt að lifa, ég veit ekki ennþá, hvernig er að deyja, en það hlýtur að vera mikilfeng- legasti viðburðurinn í lífinu. Mér verður hugsað til þess, þeg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.