Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 14
12
tjRVAL
foringinn gestinum sérstakan
virðingarvott. Hann gekk til
hans og lagði stein við fætur
hans, en steinn er dýrmætasta
gjöf mörgæsanna.
Á heimskautssvæðinu, þar
sem enginn gróður þrífst og allt
er ísi hulið, nema einstaka
fjallatindar og klettar — eru
steinar ákaflega dýrmætir. Mör-
gæsirnar geta nefnilega ekki
reist sér bú án steina. Mörgæsin
er vængjalaus fugl og gerir sér
hreiður á ísnum, og eggin
myndu frjósa og ungarnir drep-
ast, ef ekki væri hægt að verja
þau kulda með einhverju móti.
Smásteinar, sem raðað er í
hring, koma að góðu gagni. Auk
þess heldur mörgæsin eggjunum
með fótunum og þrýstir þeim
upp að sér.
Þegar mörgæsasteggur fer í
bónorðsför, krefst hin útvalda
þess, að hann færi sönnur á heil-
indi sín í hjúskaparhugleiðing-
unum og sýni fram á, að fjár-
hagurinn sé í góðu lagi. Sann-
indamerkið er steinn, sem hann
leggur við fætur unnustunnar,
og ef hann vill sýna, að honum
sé ráðahagurinn ákaflega mikið
kappsmál, þýtur hann af stað til
að sækja annan stein í viðbót,
og þá sannfærist unnustan
venjulega um, að biðilinn sé ein-
lægur og hún geti reitt sig á
hann.
Ef konuefninu lízt vel á bón-
orðið, virðir hún biðilinn fyrir
sér mjög gaumgæfilega. Biðill-
inn stendur teinréttur á meðan,
fullur eftirvæntingar. Hafi
unnustan ákveðið að veita trú-
lofunarsteininum viðtöku, rekur
hún upp blíðlegt ,,kvark,“ en það
þýðir „já“ á mörgæsamáli.
Brúðkaupið fer fram í ein-
rúmi og ungu hjónin dansa sér-
stakan dans, sem á við þetta
tækifæri. Á meðan þau dansa
syngja þau ástarsöngva og
horfa hugfangin til himins.
Þegar mörgæsin lagði stein-
in við fætur landkönnuðarins,
auðsýndi hún honum þannig
mikla virðingu.
Steinar tákna auðævi meðal
mörgæsanna, og á varpsvæðum
þeirra eru ógrynnin öll af stein-
um, sem mörgæsakynslóðir hafa
safnað saman. Þetta er orsök
þess, að þjófnaður hreiðursteina
er talinn alvarlegasti glæpurinn
í Mörgæsalandi, og fullkomlega
samanbærilegur við sauðaþjófn-
að meðal f járbænda.
Stundum kemur það fyrir, að
ágjarn og samvizkulaus mör-
gæsasteggur fer að gefa giftri