Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 26
24
TJRVALi
höfðu verið til að fiska handa
köttunum, gátu ekki annað því.
Kettirnir fengu ekki nægju sína
og hófu aftur ránsferðir í
skemmur eyjarskeggja. Olan
ákvað þá, að köttunum skyldi
útrýmt af eyjunni, og skipaði
svo fyrir, að þeir yrðu allir
skotnir. En það dugði ekki, þeir
skiptu orðið þúsundum. Þeir
báru hvorki í brjósti ótta né
virðingu til eyjarskeggja, og
þeir voru orðnir svo grimmir,
að þeir réðust á þá.
Að lokum gafst Olan upp.
Árið 1881 kröklaðist hann burtu
af eyjunni, með allt sitt lið. Síð-
an hefur köttunum stöðugt
fjölgað, og nú eru þeir orðnir
svo margir, að sjómenn, sem
leið eiga framhjá eyjunni, veigra
sér við að stíga þar á land.
Er siðurinn skozkur?
Sums staðar í Skotlandi er það siður að gefa bömum karl-
mannsnöfn mörgum mánuðum áður en þau fœðast. Reynist bamið
stúlkubam, er nafninu ekki breytt, heldur er bsett aftan við
karlmannsnafnið endingunni ,,ina“. Þetta er ástæðan til þess að
í Skotlandi em algeng kvenmannsöfn eins og t. d. Thomasina,
Georgina og Jamesina.
— Freling Foster í „Collier’s".
Of seint.
Læknastúdent á öðru námsári við Columbiaháskóla í Banda-
ríkjunum var eitt sinn spurður að því í kennslustund, hve stór-
an skammt af tilteknu lyfi þyrfti að gefa sjúklingi til þess að
lækna tiltekinn sjúkdóm. Stúdentinn svaraði: „Sex kúbik". Tveim
mínútum síðar tók hann sig á og sagði: „Kennari, má ég endur-
skoða svar mitt við þessari spurningu?"
Prófessorinn leit á úrið sitt og svaraði: „Yður er velkomið að
endurskoða svar yðar, ungi maður, en ég verð þvi miður að tjá
yður, að sjúklingurinn yðar er dáinn fyrir nákvæmlega 45
sekúndum."
— Bennett Cerf í „Readers Digest".