Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 38
Höfundurinn hlustaði á hinn kunna, enska náttúru-
fræðing, Chapman Pineher, halda erindi
og samdi á eftir þetta skemmtilega —
Eintai í dýragarðinum.
Grein úr „Daily Express",
eftir Bemard Wicksteed.
Dag nokkum veitti ég mér
þá ánægju að fara í dýragarðinn
með Chapman Pincher. Það er
ekki hægt að fá betri leiðsögu-
mann en Chapman Pincher, og
það er bezt að gefa honum orð-
ið án frekari umsvifa. „Við skul-
um fyrst fara í apahúsið,“ sagði
hann, það er næst. Sjáðu,
þarna er órangútaninn. Sérðu
hann? Þarna í miðri hálmhrúg-
unni ? Órangútaninn er allra
apa skynsamastur. Hefurðu
heyrt um villimennina á
Borneo? Það voru órangútanar.
„Órangútan" er úr máli inn-
fæddra á Bomeo og þýðir „gam-
all skógarmaður".
Ef karlinn þama í hálmhrúg-
unni vildi koma nær, mundirðu
taka eftir dálítið sérkennilegu
við hendurnar á honum. Þegar
þær eru í náttúrlegri hvíld, eru
þær krepptar. Það er til þess að
hann geti haldið sér í grein þótt
hann sofi. Ef lófinn opnaðist,
þegar slaknaði á vöðvunum,
mundi hann detta niður.
Annað sérkennilegt við óran-
gútana er, hvernig þeir drekka.
í skógunum svala þeir þorstan-
um með því að sleikja dögg af
laufbiöðum trjánna. Þess vegna
drekka þeir ekki eins og aðrir
apar, ef þeim er fengin skál með
vatni, heldur dýfa þeir strái
ofan í vatnið og sleikja það síð-
an.
Auðvitað getur enginn af
öpunum talað, en sá hluti heil-
ans, sem tengdur er málinu, er
mjög þroskaður hjá þeim, og
þeir geta gert sig skiljanlega
með svipbrigðum.
Allir apar era fljótir að læra
að nota kvisti og prik til að
ná sér í fæðu, en þeir haf a aldrei
lært að nota þau sem vopn. Þó
hafa babúnarnir komizt upp á
að kasta steinum.
Og meðan við erum að tala
um apana: veiztu, að það era