Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 90
88
TJRVALi
lá með oddinn upp, og hann
ragst gegnum skóinn og upp í
ilina. Krókurinn var sver, og
þetta var svöðusár. Það verður
erfitt að vinna á morgun, en
hvað um það. Stýrimaðurinn
hreinsaði sárið eins vel og hann
gat, og ég vona að það hlaupi
engin slæmska í það.
Danzig, 20. maí 1941.
Ég hefi varla sofið dúr í nótt
vegna fótarins, en ég hafði þess
meiri tíma til að hugsa eklá um
þig. Trúir þú mér ? Ég hafði af-
skaplegar kvalir, og maður
finnur meira til þeirra, þegar
maður liggur kyrr. Kvalimar
stöfuðu af því, að það hafði
orðið eftir dálítið af ryði í sár-
inu — en stýrimaðurinn náði
því út með hníf í dag. Hann skar
í sárið, til þess að gæta að, hvað
ylli sársaukanum, og mér batn-
aði strax, þegar hann hafði
hreinsað það. Ég vona að þú
haldir ekki, að ég skrifi þetta
til þess að vekja meðaumkun
þína. Það er alls ekki ætlun
mín, en ég skrifa þetta vegna
þess, að mér gengur betur að
þola svona smáóþægindi með
því að segja þér frá þeim.
Ég sit með fótinn í heitu
sápuvatni og nota tækifærið til
þess að lesa þetta bréf. Ég get
fullvissað þig um, að mig lang-
ar mikið til að rífa það í tætlur,
en Hanna, ef ég gerði það,
myndi ég aldrei geta skrifað
þér. Ég verð að fá að skrifa,
enda þótt ég sé bæði þreyttur og
lasinn. Ég verð ailtaf að fá að
skrifa þér, hvernig svo sem á
mér liggur, og í hverju, sem ég
hefi lent. Ef ég væri heima og
hefði ekki erfiða vinnu, gæti ég
skrifað skemmtileg bréf, bréf,
sem þér myndi þykja athyglis-
verð og innihaldsrík, en þau
væru ekki eins einlæg og hrein-
skilin. Ég vona, að þú takir
bréfin mín eins og þau eru, þau
geta ef til vill orðið betri, þeg-
ar ég venst þessu lífi. Ég vil
láta þér lítast eins vel á mig og
mögulegt er, en ég er enginn
maður til þess, það finn ég, og
ég get aðeins vonað og beðið,
að þú skiljir mig og fyrirgefir
mér.
Nú fer ég að sofa. Hittumst
heil, elskan mín.
Danzig', 21. mai 1941.
Nú er ég lagstur. Þegar ég
vaknaði í morgun, var fóturinn
stokkbólginn og helaumur. Þeg-
ar skipstjórinn sá, hvernig
komið var, fór hann strax með