Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 63
Greinarflokkur úr „The L,istener“:
Hvað er lífsnautn? I.
Að lifa í samrœmi við náttúruna.
Eftir Robert Henriques.
Hugmyndir mínar um það,
hvemig njóta eigi lífsins — eða
það sem ég kalla að njóta lífs-
ins — fékk ég af kvalarfullri
reynslu. Það var fyrir átján ár-
um. Ég var í hernum og varð
undir hesti, sem datt með mig.
Ég handleggsbrotnaði og brotið
hafðist illa við. Ég hafði mikl-
ar kvalir í handleggnum og naut
ekki svefns. Herlæknarnir voru
áhyggjuftdlir út af mér. Þeir
létu mig í einskonar stálgrind
og gerðu á mér ýmsar kvalar-
fullar aðgerðir — allt án árang-
urs. Þegar svo hafði gengið í
nokkra mánuði, sendu þeir eftir
kxmnasta skurðlækni landsins,
og einn morguninn kom hann
til mín á spítalann. Ég gleymi
aldrei þessum aldna, hvíthærða
unglingi, þegar hann kom inn
í stofuna, umkringdur öllum
læknunum og hjúkrunarkonun-
um, sem einhver afskipti höfðu
haft af mér. Það var hátíðleg
stund.
Mikilmennið blaðaði fljót-
lega gegnum röntgenmynda-
hlaðann og ýtti honum svo til
hliðar. Síðan leit hann á mig,
hvasst og lengi — þessu augna-
ráði læknanna sem allt sér —■
það er eitt af bellibrögðum
stéttarinnar eins og þið vitið.
Ég var farinn að venjast
spítalalífinu, og ég man að ég
hugsaði: „Þessi karlskröggur
gerir mér áreiðanlega ekki
mikið gagn.“ Allt í einu spurði
hann mig út í bláinn: „Hafið
þér nokkurn tíma stundað veiði-
skap?“ Ég sagðist hafa fengizt
svolítið við það, þegar ég var
drengur, og mér hefði fundizt
það heldur dauft sport — ef
hægt væri að kalla það því
nafni. Svo kvaddi hann og fór.
Ég vissi ekki hvaðan á mig
stóð veðrið, en eftir nokkra
daga var ég staddur á árbakka
með stálgrindina utan um mig
og veiðistöng í annari hendi ...
og starði út í straumfallið.
Raunar var þetta ekki mikið
straumfall, því að áin var mjó